Matreiðslubók/Linsulasagna
Þessi uppskrift hefur þróast hjá mér í gegnum árin. Hún dugir fyrir 10-12 manns. Það er hægt að setja þetta í nokkur form og frysta hluta.
Linsulasagna
breytaRauð sósa:
- 2-3 smátt saxaðir gulir laukar
- 4-5 rifnar gulræur
- 3 marin hvítlauksrif
- 2 dósir niðursoðnir tómatar
- 1 dós marðir tómatar
- 2-3 msk tómat purré
- 2-3 dl ósoðnar rauðar linsur
- 2 dl vatn
- olía til steikingar
Laukurinn, gulræturnar og hvílauksrifin eru steikt í olíu, tómat gumsinu, vatni og linsum er hrært saman við og látið sjóða í 30-40 mínútur - eða þangað til linsurnar eru orðnar meyrar. Kryddað með salti, sykri, svörtum pipar, chilli og papriku.
Hvít sósa
breyta- 1 kg kotasæla
- 200 g ferskt spínat (eða 300 g frosið spínat)
- 300 g rifinn ostur
Öllu hrært saman og kryddað með salti, hvítum pipar og múskati.
Samsetning
breyta- 2 pakkar lasagna plötur (frábært að nota spelt plötur)
- 1-2 dl mjólk
- 200 g rifinn ostur
Lasagna plötur eru settar í botninn á eldföstu formi. Þá er sett rauð sósa, plötur aftur, hvít sósa, plötur, rauð sósa, plötur, hvít sósa og plötur. Smá skvettu af mjólk hellt yfir og rifnum osti stráð yfir. Hér eru formin sem setja á í frysti tekin frá og hitt sett í 200°heitan ofn í ca. 40 mínútur. Borið fram með góðu salati og brauði.
Bon Apetit