Matreiðslubók/Lakkrískurlkökur
Lakkrískurlkökur tilheyra ekki bara jólunum, heldur er fínt að baka þær fyrir barnaafmæli eða aðrar samkomur.
Innihald
breyta- 3 eggjahvítur
- 200 gr. ljós púðursykur
- 400 gr. lakkrískurl
- 150 gr. rjómasúkkulaði
Aðferð
breyta- Eggjahvíturnar og púðursykurinn þeytt saman þarf til að deigið er orðið nokkuð stíft.
- Á meðan er rjómasúkkulaðið brytjað niður í litla bita.
- Deiginu leyft að standa smá stund.
- Lakkrískurlinu og súkkulaðinu blandað varlega í með sleif.
- Sett á bökunarpappír í litlar kökur með tveimur teskeiðum.
- Bakað við 160°C (með blæstri) í 15-20 mínútur, eða þar til kökurnar eru orðnar gylltar.