Matreiðslubók/Kjúklinganúðluréttur

½ bolli olía ¼ bolli balsamic edik 2 mtsk. sykur 2 mtsk. soyasósa

Allt soðið saman í 1 mínútu, kælt og hrært í á meðan það kólnar.

1 pk. núðlur (instant súpunúðlur, sleppa kryddi) 1 pk. möndluflögur eða heslihnetur (þarf e.t.v. ekki alveg heilan pakka) Sesamfræ

Þetta er ristað saman á pönnu í olíu,- lengstan tíma tekur að brúna núðlurnar (athuga, þær eru muldar niður á pönnuna, ekki sjóða). Möndlurnar/hneturnar og sesamfræið sett á þegar núðlurnar eru farnar að ristast. Þessu er síðan blandað saman við blönduna, efst á blaðinu.

4 kjúklingabringur skornar í bita og steiktar í olíu. Sweet (hot ef vill) chilisósa eftir smekk hellt yfir og látið malla í smástund

Klettasalat Tómatar í sneiðum Mangó í bitum Rauðlaukur, saxaður.

Grænmeti raðað á fat, síðan núðlunum og síðast kjúklingi.


Verði ykkur að góðu!