Matreiðslubók/Kartöflu og spínat ofnréttur
Kartöflu og spínat ofnréttur fyrir 4-6
breyta- 900 g bökunarkartöflur
- 300 g ferskt spínat
- 3 dl Ab mjólk eða lítil dolla kotasæla
- 1 dl sýrður rjómi.
- 1 dl rjómaostur með kryddblöndu
- 2 egg
- 1 msk gróft sinnep
- 50 g kryddjurtir, t.d. steinselja, oregano og graslaukur
- 1-2 tómatar
- Salt og pipar.
Aðferð
- Skrælið kartöflurnar og forsjóðið í um 10 mín, kælið lítillega og skerið mjög þunnar sneiðar.
- Saxið kryddjurtirnar og spínatið fínt niður.
- Hrærið saman Ab mjólkinni, rjómaostinum, sýrða rjómanum, sinnepinu og eggjunum.
- Blandið kryddjurtum og spínatinu saman við.
- Smyrjið eldfast mót eða bökunarform. Raðið hluta af kartöflusneiðunum í botninn á forminu og setjið til skiptis kartöflur og rjómaostblönduna í formið.
- Kryddið yfir hvert lag af kartöflum með salti og pipar. Endið á spínatblöndunni og raðið þar ofan á tómatsneiðum
- Bakið í 180° C heitum ofni í 40 mínútur
Fann þessa uppskrift á netinu fyrir nokkru en finn ekki aftur slóðina þangað