Matreiðslubók/Jóla önd

Jóla önd

Árstíð: Jól - Fyrir: 4


Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Jóla önd.

1 önd (2,5-3 kíló) 1/2 teskeið sykur 1/4 teskeið pipar 1 teskeið salt 100 gröm sveskjur 250 gröm epli

Aðferð fyrir Jóla önd:

Hreinsið öndina að utan og innan. Klippið vængina af, því þeir verða mjög þurrir í ofninum. Kryddið öndina að innan.

Skerið eplin í báta og setjið inn í öndina ásamt sveskjum. Það er einnig hægt að fylla öndina með hálfu kílói af kjötfarsi (nauta- eða svína), það gefur öðruvísi bragð.

Nuddið salti á öndina utanverða (cirka 1-2 teskeiðar). Leggjið öndina á bakið á smurða rist og setjið í kaldan ofninn, setjið ofnskúffu undir ristina.

Stillið ofninn á 160 gráður og hellið 1 líter af sjóðandi vatni í ofnskúffuna. Snúið öndinni við eftir cirka 45 mínútur. Allt í allt á að elda öndnina í 2 1/2 tíma (þumalputtareglan er að hún á að steikjast í cirka 1 tíma fyrir hvert kíló).

Þegar öndin er steikt, takið þá ofnskúffuna úr ofninum og hellið vökvanum í pott. Setjið ofnskúffuna í aftur og hækkið ofnin í 250 gráður, og brúnið öndina.

Berið fram með sykurbrúnuðum kartöflum og brúnni sósu.


Sósa fyrir jóla önd: Brúnið vængi, háls og innmat í potti. Hellið vatni yfir. Saltið, bætið kjötkrafti og smávegis vökva frá öndinni í. Sjóðið í klukkutíma. Sigtið svo vökvan frá og blandið saman með afganginum af vökvanum frá öndinni. Hitið og hellið sósulit í, þá er sósan tilbúin.

Fengið af síðunni : http://www.vefuppskriftir.com/uppskrift/jola-ond.html