Matreiðslubók/Indversk kjúklingasúpa
Indversk kjúklingasúpa
breyta1 stór laukur - smátt skorinn, settur í stóran pott og steiktur uppúr smjöri 1/3 úr krukku Patak’s mild eða hot curry paste m/cummin og kóríander 2 dósir niðursoðnir hakkaðir tómatar 1 stór dós tómatpurra 4-6 hvítlauksrif 2 dl kjúklingsoð ½ L vatn 1 peli matreiðslurjómi 1 dós niðursoðnar ferskjur safi 5-6 kjúklingabringur – smátt skornar og steiktar uppúr smjöri, saltar þær smá. Laukur er svissaður í stórum potti í smá stund. Setur svo curry paste saman við laukinn og lætur malla í ca 2 mín. Því næst bætir þú niðursoðnum tómötum, tómatpurru, hvítlauksrifjum og kjúklingsoðinu útí og lætur malla á meðan þú steikir kjúklingabringurnar og skerð niður ferskjurnar. Matreiðslurjóminn er svo settur útí og safinn af ferskjunum . Undir lokin er kjúklingurinn og ferskjurnar settar í pottinn og látið malla í ca. 5 mín. Gott er að hafa naan brauð með súpunni. Njótið vel.