Matreiðslubók/Hummus
Hummus er kjúklingabaunamauk sem gott er að hafa með brauði, salati, kjöti og eflaust fleiri réttum
- 1 dós kjúklingabaunir ( eða 500 gr. þurrar kjúklingabaunir sem þarf að leggja í bleyti í 12 tíma og sjóða #í 1,5 – 2 tíma.)
- 1,5 msk. tahini sem er sesamsmjör
- 2-3 matskeiðar sítrónusafi (má nota lime)
- 2-4 matskeiðar ólífuolía
- 1 tsk salt
- 1-2 hvítlauksgeirar, pressaðir (má sleppa)
- cayennepipar á hnífsoddi (má sleppa)
Sett í blandara í stutta stund. Smakkið til með meiri olíu, hvítlauk og salti. Hægt er að setja saxaða steinselju útí, saxað basil eða chilipipar til tilbreytingar.
Hummusuppskriftir geta verið mjög breytilegar eftir smekk hvers og eins, t.d. eftir því hversu mikið hvítlauksbragð á að vera, hversu blautt eða fast í sér maukið á að vera og hversu fínmalað. Hummus er borið fram með óhefuðu brauði (t.d. þunnu pítabrauði) sem ídýfa, eða sem sósa með smátt skornu lambakjöti t.d. Hummus er einnig mjög algengt sem fylling í kebab ásamt chilimauki, salati, agúrkum, svörtum ólífum, söxuðum tómötum, eggaldini, kjöti og hvítri sósu.