Matreiðslubók/Holl súkkulaðikaka

Holl súkkulaðikaka

Efni og aðferð

breyta
  • 4 egg
  • 150 gr. hrásykur
    • Þeytt þar til það er létt og ljóst
  • 200 gr. ósaltað smjör
  • 200 gr. suðusúkkulaði
    • Brætt saman við lágan hita.

Hellt í mjórri bunu út í eggjahræruna og hrært þar til blandan fer að þykkna.

  • 75 gr. spelthveiti.
    • Sigtað og slegið saman við hræruna.

Sett í form og bakað við 180° í 28 mínútur.

Kakan þarf að fá að kólna í forminu áður en hún er tekin úr því.