Matreiðslubók/Hringformskaka með súkkulaði og marsipan
(Endurbeint frá Matreiðslubók/Gugelhopf)
Gugelhopf er hringlaga kaka m/ marsipan og súkkulaði. Lítur vel út ef flórsykri er stráð yfir áður en hún er borin fram. Góð volg með rjóma.
- Fyrir 14
- Undirbúningstími: 10 mínútur
- Bökunartími 35 mínútur
Efni
breyta- 225g smjör eða smjörlíki
- 100g sykur
- 250g hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 5 stk egg
- 100g súkkulaði, saxað smátt
- 150g marsipan, saxað smátt
- 4-6 dropar möndluolía, bitur.
Aðferð
breyta- Hitið ofninni í 200°C. Smyrjið 22sm hringlagamót og stráið það með hveiti.
- Setjið smjör eða smjörlíki og sykur í hrærivélaskál og hrærið saman.
- Blandið hveiti og lyftidufti saman, bætið smám saman við smjörblönduna, til skiptis með eggjunum, þangað til allt hráefnið er blandað saman. Hrærið súkkulaði, marsipan og möndluolíunni í deigið.
- Hellið í mótið og bakið í cirka 35 mínútur þangað til að það er full bakað - stingið prjóni í miðjuna, hann á að vera hreinn þegar kakan er tilbúin. Látið kökuna kólna aðeins áður en hún er skorin í sneiðar.