Matreiðslubók/Grjónagrautur
Grjónagrautur er íslenskur réttur. Hann er auðveldur í matreiðslu og ódýr.
- 8 dl vatn
- 200 g hrísgrjón
- 600 ml mjólk eða eftir þörfum
- 50 g rúsínur (má sleppa)
Aðferð
breytaVatnið hitað að suðu, grjónin látin út í og soðin í um 10 mín. Þá er mjólkinni bætt út í og látið malla áfram við hægan hita í um hálftíma, eða þar til grjónin eru orðin meyr. Mjólk bætt við eftir þörfum en grauturinn á að vera þykkur. Rúsínurnar eru soðnar með síðustu mínúturnar. Borið fram með kanelsykri. Sumir velja að bæta smjörklípu út á sinn grautardisk en sá siður kemur frá Skandinavíu.
Sá siður er við hafður að borða grjónagraut á aðfangadag en þá kallast hann möndlugrautur. Þá er einni möndlu bætt út í grautinn og sá er hreppir möndluna hreppir verðlaun - möndlugjöf.
Annað
breytaSetja má kanilstöng út í um leið og byrjað er að bæta við mjólkinni - muna bara að fjarlægja hana áður en grauturinn er borinn fram. Einnig er ekki verra að hræra saman við 1/2-1/1 teskeið af vanilludropum ef menn eru þannig stemmdir.