Matreiðslubók/Grænmetiskúskús með karrý
Grænmetis kúskús með karrí
breyta2 tsk ólífuolía
1 rauðlaukur
2 gulrætur
2 hvítlauksrif
2 tsk karríduft
½ tsk kummin
4 dl kjúklingakraftur (hef nú alltaf bara sett súputening)
1 dós kúklingabaunir
½ dl rúsínur
2 msk mangó chutney
1 msk hvítvínsedik
2 tsk engifer, rifið
salt
2 dl kúskús
3 msk steinselja
- Hitið olíu í stórum potti. Skerið rauðlauk smátt, gulrætur í þunnar sneiðar og setjið út í pottinn. Látið krauma þar til laukurinn mýkist eða í um 5 mín. Merjið hvítlauk og bætið út í ásamt karríi og kummin og látið malla í um 1 mín.
- Rífið engifer, hellið safa af kjúklingabaununum og skolið. Bætið út í pottinn ásamt kraftinum, rúsínunum, mangó chutney, ediki og salti og látið suðuna koma upp. Takið pottinn af hitanum.
- Blandið kúskús út í. Setjið lok á pottinn og látið standa þar til kúskúsið er orðið mjúkt og tilbúið, eða í 5 mín. Saxið steinselju smátt (eða kaupið í kryddstauk) og hrærið saman við. Volla..tilbúið.