Matreiðslubók/Græn sósa
Græn sósa eða salsa verde er ítölsk sósa sem höfð er með bæði fiski og kjöti.
- 1/2 msk kapers
- 1 ansjósuflak
- 1 msk limesafi
- 1 hvítlauksrif
- 1 dl ólífuolía
- 1 knippi fersk steinselja
- salt
- hugsanlega aðrar kryddjurtir eins og minta og basil
- hugsanlega 1/2 msk sinnep
Allt sett saman í blandara og blandað vel þar til sósan er orðin þykk. Hún ætti að vera heiðgræn á litinn. Ólífuolíu bætt út í eftir þörfum. Smakkað til með salti.
Upprunalega var þessi sósa hrærð upp með brauði sem vætt hafði verið í með ediki. Ef það er gert þarf að sleppa limesafanum.