Matreiðslubók/Geggjuð Mexikó súpa
Geggjuð Mexikó súpa
breytaInnihald
breyta1 pakki Torro mexikans súpa 1 dós salsasósa (að eigin vali) 2 stk sætar kartöflur 2-3 kjúklingabringur
Meðlæti
breytanachos rifinn ostur sýrður rjómi
Aðferð
breytaTakið kjúklinginn og sneiðið niður, steikið á pönnu þangað til vel gylltur á litinn. Undirbúið súpuna eins og fram kemur á pakkanum. Bætið salsasósunni út í súpuna. Skerið sætu kartöflurnar niður í teninga og setjið út í súpuna, látið sjóða í tíu mínútur. Svo er bætt við kjúklingnum og súpan látin malla í um 10 mín í viðbót.
Þegar súpan er borin fram bætir hver og einn af sínum smekk snakki, osti eða/eða sýrðum rjóma.