Matreiðslubók/Fromange
Fromange
1. pk. matarlím (ca. 6 blöð)
3 stk. Egg 100 gr. Flórsykur
1. ltr. Rjómi
100 gr. súkkulaði
Bragðefni (td. sherry)
Aðferð: Bleytið matarlímið í kölduvatni og látið standa í amk. 10 mínútur. Þeytið saman egg og flórsykur. Þeytið rjómann Brytjið súkkulaðið (Smakkið sherryið)
Þegar allt þetta er klárt kemur að þessu: Blandið varlega saman eggjahrærunni og rjómanum. Vindið/kreistið matarlímsblöðin og setjið í pott. (Það er fínt að setja td. eina matskeið af ávaxtasafa ef þið eruð að nota niðursoðna ávexti með í pottinn). Hrærið vandlega í matarlímin á meðan innihaldið hitnar. Það er ekki markmið að sjóða matarlímið heldur á aðeins að hita það nægilega svo það bráðni. Þegar matarlímið er orðið kekkjalaust þarf að taka rjóma- og eggjablönduna og setja sem svara ca. einum bolla út í pottinn og hræra saman við matarlímið. Nú má hella innihaldinu úr pottinum varlega saman við rjóma- og eggjablönduna. Að lokum er súkkulaðispænirinn og bragðefnið (sherrýið) blandað saman við.
Gangi ykkur vel Kristbjörn J. Bjarnason