Matreiðslubók/Frönsk súkkulaðikaka

Frönsk súkkulaðikaka er mjög góð, mjög fljótlega bökuð og afar súkkulaðirík kaka.

Innihald

breyta
  • 200 g smjör
  • 200 g suðusúkkulaði
  • 4 egg
  • 1,5 dl hveiti
  • 100 g heslihnetur (vel saxaðar)

Aðferð

breyta
  1. Heslihnetur saxaðar (ef þær voru ekki keyptar saxaðar).
  2. Súkkulaði og smjör brætt yfir vatnsbaði.
  3. Egg og sykur þeytt vel saman, eða þar til blandan verður hálfseig.
  4. Þegar súkkulaðið hefur kólnað aðeins er því hrært saman við eggjablönduna.
  5. Öll blandan látin í smurt og hveitistráð smelluform og bakað í miðjum ofni við 180°C í um það bil 35 mínútur.
  6. Kakan látin kólna aðeins í forminu áður en hún er tekin úr og færð á disk.
  7. Áður en kakan er borin fram er flórsykri stráð yfir hana, til að láta hana líta betur út.

Ábendingar

breyta
  • Til að vita hvort kakan sé búin að bakast nóg getur verið gott að stinga pinna í hana miðja. Hann ætti þá að koma út að mestu leyti hreinn, en þó með örlitlu klesstu kökudeigi við, því kakan á að vera klesst og hálfrök í miðjunni.
  • Best er að kaupa hneturnar forsaxaðar, þar sem það getur verið langt og leiðingjarnt verk að saxa þær niður.
  • Ef einhver er með hnetuofnæmi, nú eða finnst hnetur alls ekkert góðar, er vel hægt að sleppa hnetunum, kakan er góð engu að síður.