Matreiðslubók/Beikonvafðar kjúklingabringur

Beikonvafðar kjúklingabringur er léttur en bragðgóður matur.

Innihald breyta

 • Kjúklingabringur, eftir þörfum
 • Beikon

Sósa breyta

 • 1 laukur
 • 2 hvítlauksrif
 • 2 dl tómatsósa
 • 1 dl HP-sósa
 • Sojasósa
 • Svartur pipar
 • 2 msk. Worchestersósa
 • Um það bil 2 dl appelsínusafi
 • 1 msk. edik

Aðferð breyta

Kjúklingabringurnar eru skornar langsum í 3 bita og beikoni vafið utan um þær. Bitarnir eru svo grillaðir á útigrilli, steiktir eða settir í eldfast mót í ofn. Sósan er gerð með því að léttsteikja lauk og bæta svo öllu við á pönnuna og hræra svo.