Matreiðslubók/Afrískur pottréttur

Afrískur pottréttur Frá Grænum Kosti breyta

2-3 msk olífuolía

1 laukur

1 tsk ferskt chillialdin

1 msk milt karrímauk frá Pataks

2-3 msk tómatmauk

3 stk gulrætur

2 stk sellerístilkar

1 stk blómkálshöfuð

1 stk græn paprika

1 dós kókosmjólk

1 dós niðursoðnir tómatar

2 stk grænmetisteninga

1 dós nýrnabaunir

smá sjávarsalt


  • Aðferð:

Hitið olíu í potti og steikið laukinn í 5-7 mín. Bætið chilli, karrý og tómatmauki útí og steikið í 2-3 mín. Setjið allt grænmetið útí, sem á að vera smátt skorið, og hrærið þar til kryddið hefur blandast vel saman við það. Bætið kókosmjólk, tómötum og nýrnabaunum útí ásamt grænmetiskraft. Sjóðið í 20-30 mínútur, og bragðið við með sjávarsalti.


ATH. því lengur sem að rétturinn fær að sjóða því betri verður hann.


Tekið af http://uppskriftir.seia.is/Graenmetisrettir/Afriskur_pottrettur.htm þann 7.desember 2010