Matreiðslubók/Ónefnt góðgæti

Ónefnt góðgæti

breyta
  • 1 stór poki Nóakropp
  • 1 botn púðursykursmarens
  • 3-4 kókosbollur
  • 2 öskjur jarðaber (Bláber eða annað)
  • 2 pelar rjómar

Aðferð:

breyta

Setjið botnfylli af Nóakroppi í skál eða form. Þeytið rjómann og hyljið Nóakroppið með helmingnum. Myljið marensbotninn og setjið ofan á. Kókosbollurnar koma næst. Dreifið úr þeim með gaffli. Skolið jarðaberin og skerið í litla bita og dreifið yfir. Setjið að lokum hinn helminginn af þeytta rjómanum yfir allt saman. Geymið í kæli í nokkrar klukkustundir áður en borið er fram. Skreytið eftir smekk, t.d. með kíwí, Nóakroppi, eða berjum.

    • Uppskriftin er fengin úr: Meira bland í poka. Nóaborg, óútgefið, 2003.