Marktektarpróf eru notuð til að alhæfa um heildarhópinn (þýðið) út frá svörum þátttakenda (úrtaks)

Í marktektarprófum er miðað við ákveðin marktektarmörk eða p (probablility).

Í félagsvísindum er venjulega miðað við alfa-mörkin 0,05 sem þýðir að p þarf að vera minna en 0,05 (p<0,05) til að niðurstöður séu marktækar. Þá getum við sagt með að minnsta kosti 95% vissu að niðurstöðurnar sem við fáum í úrtakinu séu ekki komnar til fyrir tilviljun.

Túlkun á marktekt miðast við núlltilgátu (yfirleitt að enginn munur sé á milli hópa eða að engin tengsl séu fyrir hendi) og þau marktektarmörk sem við setjum.

Ef niðurstöður eru að p<0,05 eru minna en 5% líkur á að sannri núlltilgátu sé hafnað. Með öðrum orðum þá eru innan við 5% líkur á að við ályktum að munur sé á milli hópa eða samband sé fyrir hendi í þýði þegar það er í raun enginn munur eða ekkert samband (núlltilgátan).

Ef p>0,05 eru meira en 5% líkur á að sannri núllgátu sé hafnað.


Það eru nokkur marktektarpróf sem hægt er að gera. Hvaða próf er notað, fer eftir því hvaða tegundir af breytum er verið að vinna með.


--Sibba 19:55, 13 nóvember 2006 (UTC)