Lopapeysa
Höfundar: Auður Björt Skúladóttir og Andri Bjartur Jakobsson
Þessi wikibók fjallar almennt um Íslensku lopapeysuna og er hugsað sem námsefni fyrir unglingastig grunnskóla. Markmiðið er að nemendur öðlist grundvallarþekkingu á Íslensku Lopapeysunni og geti sagt frá helstu einkennum hennar og sögu. Hér verður fjallað um sögu lopapeysunnar, uppruna, þróun, uppskriftir o.fl. Að lokum má finna verkefni tengt henni ásamt tenglum, slóðum og myndböndum fyrir áhugasama.
Prjón
breytaPrjón er aldagömul aðferð sem talið er upprunið í Mið-Austurlöndum. Notast er við tvo eða fleiri oddmjóar stangir sem kallast prjónar. Lykkjur eru gerðar úr þræðinum á prjónana og búnar til nýjar þegar lykkjurnar eru færðar yfir á hinn prjóninn. Þegar þetta er endurtekið og útfært verður til prjónales. Elsta prjónalesið sem fundist hefur er frá 11. öld, en það voru sokkar frá Egyptalandi. Prjónið kemur ekki til íslands fyrr en um 16. öld. Áður fyrr var prjónið notað til að búa til hlýjar flíkur og vinna sér inn smá pening, enda var prjónales mikilvæg útflutningsvara á einokunartímabilinu. Í dag er prjón meira stundað til gamans og að búa til fallegt prjónales. Síðustu ár hefur áhugi á prjóni stóraukist og mikil uppsveifla í formi tegunda af garni, prjónum, aukahlutum og uppskriftum.
Prjóna aðferði
breytaHér eru nokkrar aðferðir hvernig fólk prjónar, en það hefur þróast mismunandi milli staða.
- Continental knitting
- English knitting
- Flicking knitting
- Levering knitting
- Shetland knitting
- Portuguese knitting
Hvað er Íslensk Lopapeysa?
breytaÍslenska Lopapeysan einkennist á því að hún er fljótprjónuð, úr íslenskum lopa, prjónuð í hring, neðan frá og upp, með heilum munsturbekk í axlastykki. Fyrst var hún í sauðlitum en nú síðustu ár hefur litaúrvalið bæst og fjölbreyttari litasamsetningar komið.
Uppruni
breytaFyrsti forveri íslensku lopapeysunnar varð til 1943 og því má segja að hún sé jafn gömul og lýðveldi Íslands. Auður Sveinsdóttir eiginkona nóbelskáldsins Halldór Laxness er höfundurinn að peysunni. Sú peysa einkenndist af því að vera með hringlaga munstursbekk á axlarstykki. Peysan hélt svo áfram að þróast með tímanum og verða það sérkenni sem við þekkjum í dag. Munstrin sem má sjá í íslensku lopapeysunum eiga rætur sýnar að rekja til menningararf okkar en mikið var til af fjölbreyttum munstrum (sjónabókin) sem notast var í útsaum, vefnað og útprjón.
Íslenska ullin
breytaÍslenska kindin er af ættinni Northen European short-tailed sheep. Tegundin er einungis til á Íslandi og vegna banns á innflutningi húsdýra á íslandi hefur stofninn haldist hreinn og aðlagast íslenskum aðstæðum. Sérkenni íslensku ullarinnar er að ullin samanstendur af togi og þeli. Togið eru löngu hárin yst og eru sterk. Þelið eru fínu og stuttu hári innst sem líkjast merino ull. Þessi blanda gefur íslensku ullinni góða einangrun sem þýðir að í kulda veitir hún hita og í hita loftar vel um hana.
Uppskriftir og þróun
breytaÁ síðustu áratugum hefur lopapeysan tekið ýmsum breytingum. Prjónakonur voru duglegar að hanna ný mynstur. Á tíma voru fyrirtækin sem framleiddu Lopan (Gefjun og Álafoss) dugleg að efla til samkeppni um hönnun lopapeysna, sem jók bæði sölu á lopa og úrval munstra til að prjóna. Lopapeysan hefur líka fylgt tíðaranda og breyst eins og snið, munstur og litaval. Þó að margar útgáfur af lopapeysunni hafa orðið til er alltaf sú klassíska vinsælust. Nú í dag er Ístex fremst í flokki lopa framleiðanda og gefur út uppskriftabækur einu sinni á ári. Einnig hafa sprottið upp litlar verksmiðjur sem eru einnig að búa til band úr íslensku ullinni sem dæmi Gilhagi og Uppspuni. Íslenska lopapeysan er í dag mjög vinsæl innan prjónaheimsins.
Verndunin
breytaÁrið 2019 samþykkti Matvælastofnun að heitið Íslensk lopapeysa yrði skráð sem verndað afurðaheiti. Handprjónasamband Íslands sá um umsókn þess efnis. Skilyrðin eru m.a. að ullin sem notuð er í handprjónaðar íslenskar lopapeysur skal vera klippt af íslensku sauðfé. Í peysuna skal notuð ull sem er ekki endurunnin. Peysan skal vera prjónuð úr lopa, s.s. plötulopa, Léttlopa, Álafosslopa o.s.frv. Ásamt fleiri atriðum.
Að prjóna lopapeysu
breytaHvað þarf til þess að prjóna íslenska lopapeys
breyta- Uppskrift
- Garn í tveimur eða fleiri litum: Léttlopa, álafosslopa, plötulopa, einband
- Prjóna í þeirr stærð sem garnið gefur upp
- Frágangsnál
Skrefin að prjóna íslenska lopapeysu
breyta- Stroff á bol prjónað
- Val: munstur prjónað eftir stroff
- Bolur prjónaður þar til réttri sídd er náð
- Stroff á ermum prjónað
- Val: munstur prjónað eftir stroff
- Aukið jafnt og þétt í ermina í upphafi og lok umferðar
- Ermi prjónuð þar til réttri sídd er náð
- Sameining, ermar prjónaðar við bol
- Munstur á berustykki prjónað og á sama tíma lykkjum fækkað með jafnri úrtöku
- Stroff við hálsmál prjónað
- Gegnið frá endum
Að lesa munstur
breyta- Munstrið er einungis teiknað einu sinni til tvisvar í uppskriftinni en er endurtekið oft í gegnum umferðina.
- Ef peysan er prjónuð í hring er munstrið lesið frá hægri til vinstri í hverri umferð
- Ef peysan er prjónuð fram og til baka er munstrið lesið frá hægri til vinstri á réttu og frá vinstri til hægri á röngu.
- Í sumum stærðum þarf að sleppa ákveðnum umferðum svo að berustykkið verði ekki of langt.
- Lykkjum er fækkað með því að prjóna tvær lykkjur saman inni í munstrinu, það gerist reglulega í einni umferð í senn þar sem lykkjurnar eru teknar jafnt yfir umferðina.
Umhirða
breytaLopapeysu þarf ekki að þrífa oft, einn af eiginleikum ullarinnar er að vera sjálfhreinsandi. Oft er nóg að viðra peysuna og er hún eins góð og ný. Þegar lokið er við að prjóna peysu er oft bleytt í henni og hún lögð til þerris, það jafnar prjónið og gefur möguleika að teygja og forma peysuna betur. Mælt er að nota ekki þvottarefni né mýkingarefni heldur hugsa um peysuna eins og hárið sitt og nota því sérstaka sápu sem gefið er fyrir ull eða hárnæringuna þína. Ullin er viðkvæm fyrir miklum núningi og því getur ullin þofnað, þá er peysan ónýt en ekki er hægt að afturkalla það.
Krossapróf
breyta
Heimilidr
breyta- Ásdís Jóelsdóttir. (2017). Uppruni, hönnun og þróun íslensku lopapeysunnar. Reykjavík. Háskólaútgáfan.
- Matvælastofnun. (9.mars 2020) „Íslensk lopapeysa“ er verndað afurðarheiti. https://www.mast.is/is/um-mast/frettir/frettir/islensk-lopapeysa-er-nu-verndad-afurdarheiti