„Landfræðileg upplýsingakerfi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
== Landupplýsingar - hvað er það ? ==
Við skulum byrja á að skoða hvað er átt við með landupplýsingar. Landupplýsingar lýsa staðsetningu ýmissa hluta og fyrirbæra. Þær segja til um hvar mannvirki eða nátturufyrirbæri eru og er staðsetningunni lýst með hnitum. Landupplýsingar lýsa einnig lögun og eiginleikum fyrirbæra eða hluta.Sem dæmi má nefna lögun og útbreiðsla skóga eða vega. Landupplýsingar snerta líf okkar allra þrátt fyrir að þetta hugtak sé mörgum ókunnugt. Allt sem við tökum okkur fyrir hendur gerist á ákveðnum stað. Við þurfum líka vita hvar hlutirnir eru að gerast. Með aukinni tækni verða landupplýsingar sífellt aðgengilegri fyrir okkur og við nýtum okkur þá tækni án þess að hafa endilega velt því fyrir okkur hvað flokkast undir landupplýsingar. Ýmsar upplýsingar sem fólk notar í daglegu lífi flokkast undir landfræðilegarupplýsingar s.s leiðarkerfi strætó, færð og veður á vegum og hin ýmsu kort og gangavefsjár. Hér á eftir verður tölvukerfið Landfræðileg upplýsingakerfi kynnt en það er notað til að halda um og vinna úr landupplýsingum.
 
== Landfræðileg upplýsingakerfi ==
Áður fyrir tíma tölvutækninnar var landupplýsingum lýst í texta og með kortum. Með tilkomu Landfræðilegra upplýsingakerfa hafa möguleikarnir á að meðhöndla landupplýsingar orðið mun meiri. Landfræðileg upplýsingakerfi(Geographical informationsystem) er oft skammstafað LUK eða GIS. Í LUK er hægt að hlaða inn gögnum af ólíkum uppruna s.s kortum, gervitunglamyndum eða loftmyndum, GPS gögnum og einnig gögnum í formi texta og talna. Þegar búið er að vinna gögnin er svo hægt að flytja þau í önnur forrit eða kerfi.
Stór þáttur er svo greining eða úrvinnslan gagnanna. Undir það falla ýmiskonar útreikningar s.s lengdar eða flatarmálsútreikningar á ákveðnum svæðum. Leit í gangagrunninn og tölfræðilegir útreikningar. Að síðustu þarf svo að vera hægt að birta eða setja fram gögnin á skýran hátt. Töflur er hægt að færa yfir í önnur forrit s.s excel eða access til frekari úrvinnslu á myndrænan hátt t.d með því að setja þau í gröf, súlurit eða skífurit. Í LUK eru gögnin sett fram í formi korta með tilheyrandi táknum, litum og skýringum.
 
 
== Líkan af umheiminum ==
 
 
== Notkun LUK ==
 
== Ítarefni ==