Landfræðileg upplýsingakerfi

<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Inngangur

breyta

Hér er að finna stutta kynningu á hugtökunum landupplýsingar og landupplýsingakerfi.

Þetta er verkefni í námskeiðinu Kennarinn í starfi við Kennaraháskóla Íslands.

Höfundur er Vala Björt Harðardóttir

Landupplýsingar - hvað er það ?

breyta
 
Birt með leyfi Linfo Norrbotten

Við skulum byrja á að skoða hvað er átt við með landupplýsingar. Landupplýsingar lýsa staðsetningu ýmissa hluta og fyrirbæra. Þær segja til um hvar mannvirki eða nátturufyrirbæri eru og er staðsetningunni lýst með hnitum. Landupplýsingar lýsa einnig lögun og eiginleikum fyrirbæra eða hluta.Sem dæmi má nefna lögun og útbreiðsla skóga eða vega. Landupplýsingar snerta líf okkar allra þrátt fyrir að þetta hugtak sé mörgum ókunnugt. Allt sem við tökum okkur fyrir hendur gerist á ákveðnum stað. Við þurfum líka vita hvar hlutirnir eru að gerast. Með aukinni tækni verða landupplýsingar sífellt aðgengilegri fyrir okkur og við nýtum okkur þá tækni án þess að hafa endilega velt því fyrir okkur hvað flokkast undir landupplýsingar. Ýmsar upplýsingar sem fólk notar í daglegu lífi flokkast undir landfræðilegarupplýsingar s.s leiðarkerfi strætó, færð og veður á vegum og hin ýmsu kort og gangavefsjár.

Hér á eftir verður tölvukerfið Landfræðileg upplýsingakerfi kynnt en það er notað til að halda um og vinna úr landupplýsingum.

Landfræðileg upplýsingakerfi

breyta
 
Birt með leyfi Linfo Norrbotten

Fyrir tíma tölvutækninnar var landupplýsingum lýst í texta og með kortum. Með tilkomu Landfræðilegra upplýsingakerfa hafa möguleikarnir á að meðhöndla landupplýsingar orðið mun meiri. Landfræðileg upplýsingakerfi er oft skammstafað LUK eða GIS. Í LUK er hægt að hlaða inn gögnum af ólíkum uppruna s.s kortum, gervitunglamyndum eða loftmyndum, GPS gögnum og einnig gögnum í formi texta og talna. Þegar búið er að vinna gögnin er svo hægt að flytja þau í önnur forrit eða kerfi.Stór þáttur er svo greining eða úrvinnslan gagnanna. Undir það falla ýmiskonar útreikningar s.s lengdar eða flatarmálsútreikningar á ákveðnum svæðum. Leit í gangagrunninn og tölfræðilegir útreikningar. Að síðustu þarf svo að vera hægt að birta eða setja fram gögnin á skýran hátt. Í LUK eru gögnin sett fram í formi korta með tilheyrandi táknum, litum og skýringum.

Líkan af umheiminum

breyta

Að ætla að lýsa umhverfi okkar í reynd nákvæmlega er ógerlegt vegna alls fjölbreytileikans bæði í náttúrunni og mannlegu athöfnum. Í Landfræðilegu upplýsingakerfi er reynt að einfalda raunveruleikann og flokka umhverfið. Til þess að byggja upp líkan af umhverfi eru notuð tvenns gagna skipan(data structure) sem kallast í daglegu tali um LUK vektorgögn og rastagögn. Þessum gögnum tengjast svo ýmsar upplýsingar í formi texta og talna sem geymdar eru í töflum og kallast töflugögn.

 
Birt með leyfi Linfo Norrbotten

Vektorgögnin eru mikið notuð þegar þarf mikla nákvæmni í gögnum á borð við vegakerfi eða landamerki bújarða. Hlutir og fyrirbæri eru flokkuð eftir lögun og eiginleikum.

Grunnflokkarnir sem flokkað er í eru: punktar sem standa fyrir hluti sem hafa ekki mikla útbreiðslu eins og veðurstöðvar eða byggingar. Línur standa fyrir fyrir bæri eins og vegi, skurði eða lagnir þar sem breiddin þarf ekki að koma fram Svæði(flákar) sýna samfeld svæði afmörkuð svæði eins og vötn eða tún. Yfirleitt er hver flokkur hafður saman í þekju í forritinu.

 
Birt með leyfi Linfo Norrbotten

Þar sem ekki hægt er að draga mörk milli fyrirbæra t.d ef sýna á úrkomu eða hitastig á korti er oft notast við rastagögn. Rastagögn eru geymd sem myndeiningar(pixels) og hefur hver myndeining ákveðið gildi Gervitunglamyndir eru einnig dæmi um rastagögn.

Í töflugögnunum er hægt að geyma og kalla fram ýtarlegar upplýsingar um hvert og eitt fyrirbæri í kerfinu. Einnig er hægt að vinna með gögnin og gera ýmsa útreikninga í töflunum.

Notkun LUK

breyta

Notendur LUK eru margir og notkunarsviðið breitt. Eitt af mikilvægum notkunarmöguleikum LUK er við skipulag en fyrstu kerfin þróuðust einmitt við landslagsskipulag um 1960. Með áframhaldandi þróun fór notkun LUK að teygja sig inn á mörg önnur svið s.s. landbúnað, umhverfismál, almannavarnir, lagnir og veitukerfi, ferðamál og landnotkun. Á Íslandi eru mörg fyrirtæki og stofnanir sem nota LUK og gera notkun landupplýsinga aðgengilega fyrir almenning á netinu. Dæmi um það eru upplýsingar um skipulagsmál Reykjavíkurborgar sem og sveitarfélaganna. Einnig má nefna margt sem snýr að ferðamálum s.s gönguleiðir, reiðleiðir eða upplýsingar um vegakerfið. Óhætt er að fullyrða að notendur landupplýsinga eru fjölmargir. Opnuð hefur verið vefgátt sem nefnist landakort.is sem ætluð er sem farvegur fyrir landupplýsingar. Þar er haldið utanum helstu vefsíður innlendar sem erlendar á sviði landupplýsinga.

Nokkuð er um að fyrirtæki eða stofnananir setji upp svokallaða gagnavefsjá eða kortavefsjá.

Mynd:Gagnavefsja.JPG
Dæmi um gögn á gagnavefsjá Orkustofnunar



Sem dæmi er gagnavefsjá Orkustofnunar þar sem veittur er aðgangur að ýmsum gögnum um orkulindir, orkubúskap, orkunotkun og aðrar rannsóknir um náttúrufar landsins. Einnig eru skemmtilegar kortavefsjár á vegum Umhverfisstofnunar sem vert er að skoða ef það stendur til að skoða Skaftafell, Jökulsárgljúfur, Þingvelli eða Snæfellsjökul.



Krossapróf

breyta

1 Landfræðileg upplýsingakerfi eru í daglegu tali kölluð ?

LUK eða GPS
LUK eða GIS
LUK eða GSS
LKK eða GIS

2 Grunnflokkar vektorgagna eru

Punktur, komma og strik
Punktur, punktur, komma, strik
Punktar, línur og flákar
Punktar, línur og kassar

3 Gervitunglamyndir eru

Vektorgögn
Töflugögn
Rastagögn
Tölfræðigögn

4 LUK þróast við gerð

Landslagsskipulags
Jarðgangnagerðar
Vegagerðar

5 Notendur LUK á Íslandi eru

Engir
Fáir
Margir
Nokkrir


Á Hot Potatos formi

Ítarefni

breyta

Heimildir

breyta
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt: