„Afbrotafræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 12:
Cesare Lombroso var af ítölskum gyðingaættum og fæddist í Verona árið 1835. Þetta var ein af fáum borgum í Habsborgaraveldinu sem leyfði gyðingadrengjum að afla sér menntunar og greinilegt er að hann nýtti sér það því árið 1858 útskrifaðist hann sem læknir frá Háskólanum í Pavia.
Eitt sinn þegar Lombroso var að kryfja lík ofbeldisfulls afbrotamanns, tók hann eftir óvenjulegri dæld í höfuðkúpunni, svipað og finnst meðal nagdýra, fugla og frumstæðari apa. Þessi uppgötvun lagði grunninn að kenningu hans um líffræðilegan mun afbrotamanna og annarra. Hann hélt því fram að einstaklingar þróist mismunandi líffræðilega séð. Sum einkenni, eins og höfuðkúpudældin sem hann hafði uppgötvað, taldi hann þýða afturhvarf til frumstæðari manngerðar. Lombroso flokkaði einstaklinga með slíkt líffræðilegt afturhvarf sem „fædda afbrotamenn”.
 
 
[[Image:Dissection tools.jpg|200 px]]
 
 
Á tímum Lombrosos voru þróunarkenningar settar fram og samkvæmt þeim tók líkamsgerð einstaklinga breytingum með þróuninni og þeir urðu sífellt flóknari. Þessar kenningar studdu þá trú Lombrosos að afbrotamenn, í samanburði við þá sem ekki fremja afbrot, væru ekki einungis frábrugðnir líkamlega séð heldur væru þeir líkamlega óæðri. Hann taldi þá ekki hafa þróast eins og aðra menn. Einnig hélt Lombroso því fram að hann gæti greint á milli tegunda afbrotamanna. Hann taldi sig hafa komist að leið til þess að greina milli afbrotamanna með því að skoða líkamleg einkenni þeirra.
Lína 18 ⟶ 22:
 
Lombroso gerði sér þó grein fyrir því að ekki allir afbrotamenn væru fæddir afbrotamenn heldur gerði hann grein fyrir tveimur öðrum tegundum afbrotamanna, þ.e. "''criminaloid''" og ''geðveikum afbrotamönnum''. Hann skilgreindi ''criminaloid'' sem einstakling sem er knúinn til afbrota sökum heitra tilfinninga sem ásamt öðrum þáttum leiða viðkomandi út í afbrot. ''Geðveiki afbrotamaðurinn'' er sá sem þjáist af flogaveiki eða geðrænum kvillum og hann, ásamt andlega vanþroskuðum einstaklingum, á ekki heima í samfélaginu. Eins og fæddu afbrotamennirnir þá geta geðveikir afbrotamenn ekki stjórnað eigin hegðun, en hann taldi ekki eins mikla skömm af geðveikum afbrotamönnum eins og af þeim sem fæðast afbrotamenn.
 
 
[[Image:Dissection tools.jpg|200 px]]
 
== Líkamleg einkenni ==