„Vinnuvistfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 16:
Það er mikilvægt að þekkja aðeins til líkamans ef maður ætlar að reyna að beita honum sem best.
 
'''===Hryggurinn''' ===
 
Í daglegu amstri mæðir mikið á hryggnum og því er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvernig hann virkar. það getur verið gott að sjá hann fyrir sér í fjórum hlutum.
Lína 25:
Efstu þrír hlutar hryggjarins eru hreyfanlegir og samanstanda af 24 hryggjarliðum sem raðast hver ofan á annan.
 
'''===Liðþófar'''===
 
Á milli hryggjaliðanna eru liðþófar, sem hjálpa til við að gera hrygginn hreyfanlegan. Liðþófarnir eru eins og trefjapokar sem eru fullir af geli. Þeir hafa mjög takmarkaða blóðrás, aðeins í ysta lagi sínu. Þess vegna gróa þeir illa eða ekki ef þeir laskast. Liðþófarnir fá næringarefni sín og losna við úrgangsefnin með vökvanum sem fer inn og út úr þeim. Á daginn þegar við stöndum, sitjum, göngum og hreyfum okkur í lóðréttri/uppréttri stöðu, þá kemur þunginn á liðþófana og vegna þrýstingsins sem þá myndast þrýstist vökvinn út úr liðþófunum. Þegar við léttum þunganum af hryggjarliðunum t.d. með því að liggjast út af þá flæðir vökvi inn í þá aftur. Af þessum sökum getur munað um 2 sm. á hæð okkar kvölds og morgna.
 
'''===Liðbönd'''===
 
Liðbönd tengja hryggjarliðina saman. Vöðvarnir festast á hrygginn og styðja þannig við hann, en aðalhlutverk þeirra er að hreyfa hrygginn eða halda honum kyrrum. Þetta gera þeir með því að spennast og slakna á víxl.