Handverkfæri í áfanganum Trésmíði 109

<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur: Magnús Kristmannsson

Þessi wikilexía fjallar um handverkfæri í framhaldsskólaáfanga í trésmíði. Í áfanganum öðlast nemendur m.a. þekkingu og færni á hin ýmsu handverkfæri. Samhliða umfjöllun um tilgang þeirra verður verður farið yfir umhirðu, frágang og brýningu þeirra verkfæra sem við á. Áhersla er lögð á að ending verkfæra fer eftir meðferð þeirra og umhirðu og er því mjög mikilvægt að nemendur tileinki sér það frá upphafi.

Handverkfæri

Klaufhamar breyta

 

Af hömrum er klaufhamarinn er mest notaður.

Hann er notaður til neglingar og naglhreinsunar.

Hann dregur nafn sitt af klauf sem er notuð til að losa upp og fjarlægja nagla.

Klaufhamarinn er notaður jafnt innandyra sem utan.


Pinnahamar breyta

 

Pinnahamar er léttari og fyrirferðaminni hamar.

Hann er yfirleitt notaður við fínni smíðar til að negla smásaum/pinna eins og nafnið gefur til kynna.

Pinnahamarinn hefur ekki klauf. Hann er nær eingöngu notaður í innivinnu.


Gúmmíhamar breyta

 

Gúmmíhamar er ásláttar verkfæri, þ.e. hann er ekki notaður til að reka nagla heldur til að slá á sporjárn og viðkvæma hluti.

Eins og nafnið gefur til kynna þá er hann með gúmmíhaus og þar af leiðandi mer hann ekki viðinn.


Tréhamar breyta

 

Tréhamar er allur úr tré og er ásláttar verkfæri.

Hann er notaður til að slá á sporjárn þegar verið er að höggva í tré og má segja að hann þjóni að hluta til sama tilgangi og gúmmíhamar en hafa ber í huga að tréhamarinn getur marið viðinn.


Sporjárn breyta

 

Sporjárn eru notuð til að höggva í við.

Þau eru í mismunandi breiddum.

Þau eru úr málmi og ýmist með plast eða tré handfangi.

Þau þarf að brýna reglulega til að vel bíti. Það sem þarf að hafa í huga við notkun þeirra er að velja viðeigandi stærð eftir verki.

Sporjárn er best að geyma í þartilgerðu slíðri til að bitið endist lengur.


Skrúfjárn breyta

 

Skrúfjárn eru notuð til að skrúfa skrúfur og eru ýmsar gerðir af þeim á markaðnum.

Skrúfjárnin eru úr málmi og oftast með plast handföngum og mismunandi enda til að passa skrúfugerðinni. Það algengasta er með þverum enda og kallast „beint“ skrúfjárn. Stjörnuskrúfjárn kemur þar á eftir.

Af nýrri gerðum er „Tork“ kerfið algengast en „Assy“ er að ryðja sér til rúms.


Alur breyta

 

Alur er notaður til að stinga í við fyrir skrúfum áður en byrjað er að skrúfa.

Hann er með plasthandfangi og úr því kemur mjög oddhvasst járnstykki.


Einnig þekkt undir heitinu síll

Handsög breyta

 

Handsög er notuð til að saga við.

Hún er með þunnu stálblaði, með hertar tennur og handfangi.


Bakkasög breyta

 

Bakkasög er notuð til fínni sögunar á við.

Sögin er í raun stálblað með hertum tönnum sem gengur upp í bakka og á hann er fest handfang.


Hefill breyta

 

Hefill er notaður til að hefla við.

Hann er úr járni með viðarhandföngum og niður úr honum gengur svokölluð hefiltönn.

Hægt er að stilla hann til að hefla misþykkt. Hefiltönnina þarf að brýna reglulega til að vel bíti.

Hefil á aldrei leggja frá sér öðruvísi en á hliðina.


Tommustokkur breyta

 

Tommustokkur er mælitæki sem er gjarnan einn meter á lengd. Hann er samanbrjótanlegur ýmist úr við eða plasti.

Þó svo að hann dragi nafn sitt af tommunni þá er hann í dag yfirleitt í sentimetramáli.


Vinkill breyta

 

Vinkill er notaður til að mæla rétt horn 90°.

Hann er þó einnig með möguleika á 45° mælingu.

Vinkillinn er oftast útbúinn úr málmi og með sentimetra mælieiningu.


Tréblýantur breyta

 

Tréblýantur er notaður til að merkja með og strika. Hann er yfirleitt flatur með ferköntuðu blýi.

Þessir blýantar eru ekki yddaðir heldur er tálgað framan af þeim til að halda blýinu oddmjóu.


Þvinga breyta

 

Þvinga er notuð til að halda saman tveimur eða fleiri hlutum þegar verið er að líma eða festa þá saman.

Hún er stillanleg úr máli með tré eða plast handfangi.


Hefilbekkur breyta

 

Hver nemandi hefur yfir að ráða hefilbekk í „bekkjasal“ á meðan á námi hans stendur. Þar hefur hann tækifæri til að geyma sín handverkfæri.


Áfangalýsingin er tekin af vef Menntamálaráðuneytisins 10. apríl 2007.


Krossapróf: breyta


1 Hver er mest notaði hamarinn?

Gúmmíhamar
Klaufhamar
Pinnahamar
Tréhamar

2 Hvaða hamrar eru notaðir til að slá á sporjárn?

Gúmmíhamar og Tréhamar
Klaufhamar og Gúmmíhamar
Pinnahamar og Klaufhamar
Tréhamar og Pinnahamar

3 Hvað er mikilvæg að gera til að viðhalda biti á sporjárni?

Brýna það eftir hverja notkun
Þvo þau upp úr volgu sápuvatni
Setja þau í slíður.
Geyma þau ofan í skúffu

4 Hvernig á að leggja frá sér hefil?

Hengja hann upp á vegg
Leggja hann á hliðina
Skella honum á bekkinn
Skipir ekki máli

5 Hvaða mælieining er algengust á tommustokk?

Sentimetrar
Tommur
Fet
Alin

6 Hvað er notað til að merkja og strika á við?

Alur
Penni
Túss
Tréblýantur

7 Í hvaða tilfellum eru þvingur notaðar?

Til að skrúfa með
Beita einhvern þvingunum
Halda saman tveimur eða fleiri hlutum
Brýna hefil

Hér er sama krossapróf úr námsefninu á Hot Potatos formi.

Heimildir breyta

Allar myndir af handverkfærum voru teknar af höfundi í mars 2007. Námskrá í grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina:sérnám í húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múraraiðn, pípulögnum og veggfóðrun/dúkalögn. 2003. Menntamálaráðuneytið.

--Magnús Kristmannsson 21:36, 10 apríl 2007 (UTC)


Ítarefni breyta

Hammer

Hand tool

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt: