Grýla/Grýlukvæði/Grýla kallar á börnin sín

Grýla kallar á börnin sín,

þegar hún fer að sjóða

til jóla:

"Komið þið hingað öll til mín,

ykkur vil ég bjóða,

Leppur, Skreppur,

Lápur, Skrápur,

Langleggur og Skjóða,

Völustakkur og Bóla."