Matreiðslubók/Grænmetissúpa
(Endurbeint frá Grænmetissúpa)
Grænmetissúpa
breytaOlía til steikingar
Rauðlaukur
2-3 hvítlauksrif
Grænmeti, nota það sem til er eða jafnvel frosna blöndu af brokkolí, blómkáli og gulrótum
2 grænmetistengingar
1 dós Hunts tómatmauk með lauk og hvítlauk
400 ml vatn
200 ml mjólk/rjómi
200 gr. hreinn rjómaostur
Salt og pipar
Laukur og grænmeti mýkt í olíunni. Öllu bætt út í nema mjólk/rjóma og rjómaosti. Látið malla í 20 mínútur eftir að suðan hefur komið upp. Mjólk/rjóma og rjómaosti bætt út í, kryddað eftir smekk. Þeir sem eiga matvonda krakka þá er mjög gott að mauka grænmetið í súpunni t.d. með töfrasprota eða hella henni í mixer - þá verður hún frekar þykk en afar bragðgóð - búið að slá í gegn á mínu heimili :-)