Gmail var búið til til að vera mjög auðvelt í notkun með eins marga möguleika og hægt er, meðan að sleppa óþarfa mjögleikum. Allir venjulegu tölvupósts möguleikar sem þú bjóst við eru, meðal annars sjálfvirkar síur, auðvelt að svara og senda ofl. Svo hvað gerir Gmail öðruvísi?

Fljót sýnishorn

Hvort sem þú ert að horfa á tölvupóstinn gegnum netið eða í Gmail Notifier, tekuru eftir því að Gmail sýnir þér meira en nafn sendanda og fyrirsögnina. Eftir fyrirsögnina (feitletruð), notar Gmail aukapláss til að sýna fljótt sýnishorn af innihaldi tölvupóstsins.

Auðveld leit

Í pósthólfinu geturu notað leitarkassann til að finna hvaða orð sem er í pósthólfinu og öllum pósti. Ef þú finnur ekki það sem þú varst að leita af geturu stækkað leitina með að hafa ruslpóst og ruslið með.

Geymsla

Ertu með tölvupóst sem þú getur bara ekki hent? Ef þú vilt það ekki í pósthólfið, einfaldlega veldu kassann hliðiná póstinum og veldu "Setja í geymslu" (Archive á ensku). Pósturinn sést ekki lengur í pósthólfinu en þú getur auðveldlega fundið hann í leitinni eða velja Allur póstur til vinstri.

Stjörnur

Til að láta póst í sérstakan flokk og skilja frá hinum póstum, veldu stjörnuna hliðiná póstinum. Til að velja marga pósta, smelltu á kassann hliðiná þeim og veldu Bæta við stjörnu í listanum fyrir ofan.

Flokkar

Ef þú vilt flokka póstinn þinn og hafa allar kvittanir saman eða póst frá vinum og fjölskyldumeðlimum, geturu búið til flokk með því að ýta á Nýr flokkur... í listanum sem fellur niður.

Sjálfvirk tengiliða viðbót

Þegar einhver sendir þér póst sem er ekki í tengiliðum, lætur Gmail sjálfvirkt inn netfangið og nafnið á tengiliðnum í tengiliðina. Ef þú byrjar að skrifa nafn eða netfang í Til: kassann stingur Gmail uppá nöfnum og netfönum frá tengiliðunum þínum.Baka - Efnisyfirlit - Næsta