Einföld algebra/Reglur/Ágiskunaraðferðin
Ágiskunaraðferðin er einföld leit til þess að þátta en hún er takmörkunum háð. Ef við ætlum að þátta jöfnu á borð við x² + bx + c leitum við að tveimur tölum sem við getum kallað r og s sem margfaldaðar eru jafnt og c en lagðar saman gefa okkur b. Þá getum við þáttað x² + bx + c = (x + r)(x + s).
- Ef r + s = b og r×s = c þá er x² + bx + c = (x + r)(x + s)