Andlitsvöðvar
Inngangur
breytaVöðvar andlits gera okkur kleift að sýna svipbrygði. Til dæmis þegar við brosum, borðum eða tjáum okkur erum við að nota andlitsvöðvana. Vöðvarnir í andlitinu eru beinagrindarvöðvar sem þýðir að þeir eru samansettir úr lengdum vöðvafrumum og vöðvaþráðum. Þessir vöðvar eru staðsettir í kringum göt eða op á andlitinu, til dæmis augu, eyru og nef og tengja þeir sig einnig í gengnum höfuðkúpu og háls. Í snyrtimeðferðum hefur um áranna skeið verið notast við andlitsnudd þar sem húðin er nudduð með virkum kremum til þess að ýta undir áhrif nuddsins.
- Ennisbein (Frontal)
- Nefbein (Nasal)
- Efra kjálkabein (Maxilla)
- Neðra kjálkabein(Mandible)
- Kinnbein (Zygomatic)
- Hnakkabein (Occipital)
- Tárabein (Lacrimal)
- Gagnaugabein (Temporal)
Vöðvarnir - Staðsetning, upptök, festa og hreyfing
breytaTil þess að geta veitt markvisst og skilvirkt andlitsnudd þarf snyrtifræðingur að þekkja vel upptök, festu og hreyfingu vöðvanna. Vöðvarnir eru oftast nær nuddaðir frá festu að upptökum. Tilgangur nuddsins er að auka blóðflæði og slaka á spennu í vöðvum andlits.
Andlitsvöðvar
breyta- S: Vöðvi sem liggur á ennisbeini (frontal).
- U: Höfuðleður og hvirfilbein (parietal).
- F: Húð og vefir umhverfis augabrúnir.
- H: Lyftir augabrúnum og hrukkar enni.
Hringvöðvi augans (m. orbicularis oculi)
breyta- S: Hringlaga vöðvi sem þekur augntóftina.
- U: Nefbein (nasal) og tárabein (lacrimal).
- F: Húð og vefir umhverfis augun.
- H: Lokar augum, pírir augun saman.
Augabrúnavöðvi (m. corrugator)
breyta- S: Liggur eins og augabrúnin undir hringvöðva augans.
- U: Nefbein (nasal).
- F: Húð við efri brún augntóftar.
- H: Dregur augabrúnir niður og saman eins og til að sýna reiðisvip.
- S: Þekur efri hluta nefs og á milli augabrúna.
- U: Nefbein (nasal).
- F: Húð augabrúna og ennis á milli augabrúna.
- H: Dregur augabrúnir niður og veldur línum á nefi eins og þegar fitjað er upp á nefið.
- S: Þekur meginhluta nefs og fram á nasavængi.
- U: Efra kjálkabein (maxilla).
- F: Húð og vefir nasavængja.
- H: Þrýstir nasavængjum saman.
Efrivararlyftir (m. levator labii superioris)
breyta- S: Þrír vöðvastrimlar fyrir ofan efrivör, sitt hvorum megin við nef.
- U: Kinnbein (zygomatic) og efra kjálkabein (maxilla).
- F: Himna og vefir efrivarar.
- H: Lyftir og dregur efrivör upp eins og til að sýna óánægju.
Kinnarvöðvi (m. zygomaticus)
breyta- S: Nær frá kinnbeini að munnvikum.
- U: Kinnbein (zygomatic).
- F: Hringvöðvi munns.
- H: Dregur munnvikin aftur og upp eins og þegar hlegið er.
Hringvöðvi munns (m. orbicularis oris)
breyta- S: Hringvöðvi kringum munn.
- U: Vefur kringum munn.
- F: Varir.
- H: Lokar vörum. Setur stút á munninn.
- S: Þríhyrningslaga vöðvi sem nær frá tyggjanda að munnviki.
- U: Yfirborð tyggjanda.
- F: Húð munnvika.
- H: Dregur munnvikin aftur eins og þegar glott er.
- S: Beint framan á höku.
- U: Neðra kjálkabein (mandible).
- F: Hringvöðvi munns.
- H: Þrýstir neðrivör út eins og til að sýna fýlusvip.
Neðrivararfellir (m. depressor labii inferioris)
breyta- S: Á höku sitt hvorum megin við hökuvöðva.
- U: Neðra kjálkabein (mandible).
- F: Neðrivör og hringvöðvi munns.
- H: Dregur neðrivör niður og til hliðar.
Þríhyrningsvöðvi (m. triangularis)
breyta- S: Þríhyrningslaga vöðvi sitt hvorum megin við höku og munn.
- U: Neðra kjálkabein (mandible).
- F: Hringvöðvi munns.
- H: Dregur munnvikin niður.
Tyggivöðvar
breytaVangavöðvi (m. buccinator)
breyta- S: Liggur á milli glottvöðva og kinnarvöðva.
- U: Efra og neðra kjálkabein (maxilla og mandible).
- F: Munnvik.
- H: Þrýstir kinnum saman, til dæmis þegar blístrað er, og aðstoðar við að tyggja.
- S: Nær frá kinnbeini til neðra kjálkabeins.
- U: Kinnbein (zygomatic).
- F: Neðra kjálkabein (mandible).
- H: Lyftir neðri kjálka og lokar munni.
Gagnaugavöðvi (m. temporalis)
breyta- S: Blævængslaga vöðvi sem liggur á gagnaugabeini.
- U: Gagnaugabein (temporal).
- F: Neðra kjálkabein (mandible).
- H: Lyftir neðri kjálka og lokar munni.
Andlitsnudd og áhrif á andlitsvöðva og undirliggjandi vefi
breytaSegja má að nudd er sameining fræða og lista sem gefur tækifæri til þess að meðhöndla líkama og sál þiggjandans með líkama og sál gefandans. Snerting er manneskjunni gríðarlega mikilvæg og snerting í formi nudds hefur fylgt mannkyninu um alla tíð. Hægt er að rekja skriflegar heimildir aftur til 3000 f.Kr. þar sem fjallað er um nudd með því markmiði að efla heilsu og vellíðan.(tekið upp úr glærum frá Nínu)
Margar aðferðir er hægt að notast við til þess að örva vöðvavefi líkamans, t.d. nudd með höndum og notkun tækja. Örvandi áhrif á vöðva nást með ýmsum raftækjum en þá ber helst að nefna tæki sem notast við riðstraum eða örstraumstæki. Hiti hefur örvandi áhrif á blóðflæði til vöðvans sem eflir starfsemi hans. Á snyrtistofum er algengt að notuð séu gufutæki, innrauð ljós, heitir bakstrar og hitamyndandi maskar.
Grundvallaratriði og tækni
breytaTilgangur andlitsnudds að auka getu húðarinnar til að starfa betur ásamt því að ná fram andlegri slökun viðskiptavinar. Nuddhreyfingarnar eru til þess gerðar að viðhalda eða leiðrétta ástand húðarinnar og þar kemur til sögunar þekking snyrtifræðings við að greina þarfir viðskiptavinar. Vel þjálfuð nuddtækni, aðhæfð hinum smágerðu andlitsvöðvum og festingum þeirra, ætti að stinna og örva vefi án þess að valda þenslu í húð, pirringi eða aukinni spennu. Fyrir viðskiptavini sem þjást af spennu og þreytu ætti að einblína á róandi og slakandi þætti nuddhreyfinga. Helstu áhrif nudds á höfuð, andlit og herðar eru örvun, hreinsun, stinning, fíngerning og slökun, bæði andleg og líkamleg.
Örvun vöðvavefja
breyta- Nudd (hand- og tækjanudd)
- Rafstraumur (riðstraumur og örstraumur)
- Hiti hefur áhrif á blóðflæði til vöðvans (gufa, IR ljós, heitir bakstrar, hitamyndandi maskar)
- Rakur hiti (gufa og heitir bakstrar)
- Taugaboð frá taugakerfinu (vegna þrýstings á taugahnoð í nuddi)
Krossapróf
breyta
Ganglegir tenglar og myndbönd
breyta- Hvað eru margir vöðvar í mannslíkamanum?
- Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum?
- Analysis of morphological changes after facial massage by a novel approach using three-dimensional computedtomography
- Bell's Palsy, Pathophysiology, Symptoms, Diagnosis and Treatment, Animation
- Muscles of the Head & Neck | Anatomy Model
Heimildir
breytaÁ. Bergljót Stefánsdóttir, & Guðrún Pétursdóttir. (2020). Andlitsmeðferð og efnafræði snyrtivara : kennslubók í snyrtifræði. Iðnú.
Facial muscles. (e.d.). http://medbox.iiab.me/kiwix/wikipedia_en_medicine_2019-12/A/Face_muscles
File:Gray378.png.(mynd). (2005, 21. maí). Wikimedia Commons. https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Gray378.png
Human Skull side simplified (bones).svg. (mynd).(e.d.). https://is.wikibooks.org/wiki/Mynd:Human_skull_side_simplified_(bones).svg