Líkaminn

Inngangur

breyta

Hér geti þið skoðað og lært um mannslíkamann! Þessi wikibók fjallar um mannslíkamann og er hugsað sem námsefni fyrir yngsta stig grunnskólans. Markmiðið er að nemendur öðlist grundvallarþekkingu á mannslíkamanum og geti sagt frá helstu líffærum og frumum. Á þessari síðu eru þið að þið kynnist mannslíkamanum og hvernig hann starfar. Það er mikilvægt að vita af hverju og hvernig líffærin okkar og frumurnar starfa. Það er starfsemi líkamans sem heldur okkur gangandi, án hans værum við ekki hér 😊

Mannslíkaminn

breyta
 
Mannslíkaminn

Meginuppistaða líkamans eru fjögur frumefni. Fyrst má nefna súrefni (O), næst kolefni (C), vetni (H) og fjórða frumefnið er svo nitur 👎.







Frumur

breyta
 
Fruma

Líkaminn okkar er búinn til úr mörgum frumum. Frumurnar vinna saman sem ein heild. Þær raðast saman eins og púsluspil. Frumur eru ólíka, sumar eru eins og langir þræðir, aðrar eins og litlir kubbar og enn aðrar eins og kleinuhringir eða dropaklessur.

Til þess að frumurnar okkar geta starfað verða þær að fá súrefni og næringu. Þegar við öndum, borðum og drekkum erum við að næra frumurnar. Þær eru agnarsmáar og sjást ekki nema í smásjá.

Taugarfrumurnar okkar í líkanum eru eins og símalínur. Þær senda skilaboð fram og til baka í líkamanum.









Beinagrindin

breyta
 
Beinagrind

Þegar við stækkum þá eru frumurnar að skipta sér og verða fleiri. Þannig vaxa beinin, vöðvarnir og húðin okkar. Inni í líkamanum okkar er beinagrind. Hennar hlutverk er að halda okkur uppi. Beinagrindin okkar ver líka mörg líffæri fyrir hnjaski sem við getum orðið fyrir. Beinagrindin okkar er samansett úr 206 beinum. Á milli flestra beina eru liðamót sem gera okkur kleift að hreyfa okkur. Höfuðkúpan okkar verndar heilann og virkar eins og hjálmur.










Vöðvar

breyta
 
Vöðvar líkamans

Vöðvar eru utan á beinunum okkar. Þeirra hlutverk er að hreyfa líkamann. Vöðvar eru allskonar, þeir geta verið litlir og stórir. Við getum ekki stjórnar öllum vöðvunum okkar þó við stjórnum einhverjum þeirra. T.d. eru vöðvar í maganum sem við höfum ekki stjórn á. Stærsti vöðvinn okkar er rassvöðvinn.

Við notum 17 vöðva til að brosa. Við notum 43 vöðva þegar við förum í fýlu. Þegar við brosum eða sýnum önnur svipbrigði notum við litla vöðva. Þegar við hreyfum t.d. hendur eða fætur þá notum við stóra vöðva.

Hjartað okkar er vöðvi. Ef við setjum hendina á brjóstkassann getum við fundið hjartað slá. Þegar það slær þá er það að dæla blóði um líkamann. Það tekur 16 sekúndur fyrir hjartað að dæla blóði til fótanna og tilbaka. Hjartað slær um 70 slög á mínútu. Þegar við reynum á líkamann eins og t.d. að hlaupa þá slær hjartað hraðar því þá erum við að nota meiri orku.





Blóð í líkamanum

breyta
 
Blóð

Blóðið er vökvi sem flytur næringu um líkamann eins og járnbrautarlest sem brunar áfram. Í blóðinu okkar eru rauð og hvít blóðkorn. Rauðu blóðkornin flytja súrefni um líkamann. Hvítu blóðkornin gleypa bakteríur og verja okkur fyrir sjúkdómum eins og vel þjálfaður varðhundur.






Youtube myndbönd

breyta

'Gagnlegir tenglar á Youtube um mannslíkamann fyrir yngsta stig grunnskólans á ensku'

https://www.youtube.com/watch?v=zKSqNLT8kAA - Hér er fjallað um stærstu líffærin okkar og hvernig þau starfa

https://www.youtube.com/watch?v=AHQGNb0zBgg - Hér er fjallað um mannslíkamann á vísindalegan hátt

https://www.youtube.com/watch?v=1LEdwewVZnY - Hér er skemmtilegt lag um hvernig höfuðkúban og beinin okkar virkar

https://www.youtube.com/watch?v=3Zp6qPIJsAo - Hér er skemmtilegt og fróðlegt lag um mannslíkamann

https://www.youtube.com/watch?v=i5aXwiC3wWc - Hér er farið nánar í starfsemi, heiti á líffærunum okkar og frumu starfsemi

https://www.youtube.com/watch?v=rg34VwymLXc - Meiri fróðleikur um mannslíkhaman og hvernig hann starfar

https://www.youtube.com/watch?v=24IYt5Z3eC4 - Hér er fjallað um ofnæmiskerfið okkar og hvernig það starfar

Spurningar

breyta
  1. Hvaða fjögur frumefni er meginuppistaða líkamans?
  2. Hvað einkennir frumur líkamans?
  3. Hvað er beinagrindin samsett úr mörgum beinum?
  4. Hversu hátt hlutfall líkamans er vatn?
  5. Hvert er hlutverk vöðvanna?

Krossapróf

breyta

1 Í einu grammi af líkama þínum eru um það bil?

100 frumur
10 frumur
1000.000.000 frumur
100.000 frumur

2 Hlutfall vatns í mannslíkamanum er um það bil?

10%
60%
50%
89%

3 Brisið framleiðir?

Vítamín
Meltingarsafa
Gall
Brissafa

4 Hlutverk blóðs er meðal annars að?

Flytja þvag frá nýrunum
Senda taugaboð
Hreyfa líkamann
Taka upp súrefni


Heimildir

breyta

https://vefir.mms.is/litrof/mannslikaminn_kaflar.html?fbclid=IwAR04wVSJETkLU6YKHTJzt5fIg0Ecf3PbTvgDWZL-0gTLKIyH1ThAuenYH58

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4095&fbclid=IwAR3TkD2CysVyb8-v5AqiasQ1n0m5iM6jlBYSTh1rU8UbfnUl3vWwUV_Adz8

Komdu og skoðaðu líkamann