Afstæðiskenningin/Afstæð hraðasamlagning

Segjum að við sitjum í bíl sem ekur á hraðanum 60 km/klst og að á móti okkur komi bíll sem ekur á hraðanum 50 km/klst. Þá þykir okkur eðlilegt að við sjáum bílinn koma aðvífandi með hraðanum 60 + 50 = 110 km/klst.

Ef prakkari í hinum bílnum kastar þar að auki snjóbolta í áttina að okkur með hraðanum 10 km/klst, finnst okkur því sem snjóboltinn nálgist okkur með hraðanum 120 km/klst.

Sömuleiðis, ef okkar bíll nálgast bíl sem ekur á undan okkur með 50 km/klst hraða, finnst okkur við nálgast hann með hraðanum 60 – 50 = 10 km/klst.

En þegar hraðinn fer að nálgast ljóshraðann getum við ekki lengur lagt hraða saman og dregið frá á svona einfaldan hátt, því bæði vegalengdir og tímabil eru háð þeim hraða sem við sjáum þau gerast á.

Þess í stað verðum við að nota nákvæmari jöfnu. Ef við höfum hraðann u og eitthvað kemur á móti okkur með hraðanum v, sjáum við það koma á móti okkur með hraðanum þar sem er ljóshraðinn (í tómarúmi).

Hraðasamlagning breyta

Hér er það þess virði að fara nánar í hlutina. Segjum að við séum kyrrstæð í okkar eigin viðmiðunarkerfi S og fylgjumst með öðru viðmiðunarkerfi, S', sem hreyfist eftir beinni línu með jafna hraðanum v miðað við okkur. Í því kerfi (S') er hlutur sem hreyfist eftir þessari línu með hraðanum u' miðað við það.

Þá sjáum við þennan hlut hreyfast með hraðanum   miðað við okkar eigið kerfi.

Dæmi breyta

Hér getur lesandinn skemmt sér við að reikna eftirfarandi:

Hann er í geimflauginni sinni (kyrrstætt viðmiðunarkefi) þegar hann sér framandi geimskip nálgast sig með 70% af ljóshraða - sem merkir að viðmiðunarkerfi geimskipsins nálgast hann með hraðanum  . Um borð í geimskipinu er grænn marsbúi sem skýtur á hann með geislabyssu. Út úr geislabyssunni fara ljóseindirnar auðvitað með ljóshraða, c, þannig að  .

Með hvaða hraða u sér lesandinn þessar ljóseindir úr geislabyssu marsbúans koma í áttina til sín?