Viðskiptaáætlun
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema |
Höfundur Aðalsteinn J. Magnússon
Upplýsingar fyrir frumkvöðla og nema í viðskiptagreinum
Hlutverk
breytaViðskiptaáætlun er skjal sem segir til um hver á að gera hvað, hvernig og fyrir hvaða tíma til að hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd. Viðskiptaáætlun er notuð til að skipuleggja og samræma þau verk sem vinna þarf og stundum einnig til að sannfæra fjárfesta um ágæti viðskiptahugmyndar. Fjárfestar verða að fá ítarlegar og nákvæmar skriflegar útskýringar. Viðskiptaáætlunin verður að gera sérstaklega grein fyrir kjarna viðskiptahugmyndar og hvernig tekjur myndast.
Skipulagsskjal
breytaÞótt viðskiptaáætlun sé nauðsynleg til að sýna fjárfestum hvað fyrirtækið á að framkvæma er það ekki aðalhlutverk hennar. Viðskiptaáætlun er umfram allt teikningin eða lýsingin á öllu því sem gera þarf til að settu marki verði náð.
Til að reisa hús þarf ítarlegar teikningar og áætlanir um til dæmis efni og kostnað. Á sama hátt er viðskiptaáætlun nauðsynleg ef hefja á nýja starfsemi. Það verður að liggi fyrir áætlun um hver á að gera hvað, fyrir hvaða tíma og hvernig. Ef viðskiptaáætlun er ekki notuð til að samstilla alla þætti rekstrar er líklegt að heildarsamræmi skorti. Framkvæmdir geta dregist á langinn eða verkþáttum er ekki sinnt. Orka fer til spillis ef átak er ekki samræmt og tími getur glatast. Viðskiptaáætlun er því fyrst og fremst skipulagsskjal innan fyrirtækisins sem frumkvöðullinn starfar eftir, einn eða með hópi manna.
Forsendur
breytaÞegar viðskiptaáætlun er tilbúin á hún að innihalda allar forsendur. Fjárfestar og aðrir þeir sem máli skipta sem lesa viðskiptaáætlun verða að skilja nákvæmlega út frá lestri hennar hvað á að framkvæma. Fjárfestar krefjast þess að fá að vita hver á að framkvæma hvað, fyrir hvaða tíma og hverjar aðrar forsendurnar eru. Miklu máli skiptir að veita upplýsingar um hvað þarf til, því fjárfestarnir eigi að leggja til fjármuni og vilja vita hvernig og hvenær verður greitt til baka fyrir þeirra framlag. Vel úthugsuð viðskiptaáætlun getur reynst ómissandi til að ná fram settu marki og sú vinna sem í hana er lögð getur því verið mjög arðbær.
Ítarefni
breytaGrein á ensku Wikipedia um viðskiptaáætlanir (e; Business_Plan)