Viðey/Skipskaðar við Viðey

Ingvarsslysið 7. apríl 1906

breyta

Mikið aftakaveður var á miðum á Faxaflóa. Menn í landi tóku eftir að kútter Ingvar, eign Duusverslunar í Reykjavík var í erfiðleikum.Það hafði uppi aftursegl og stagfokku, en gaffallinn á stórseglinu brotinn. Skipstjórinn sigldi til Viðeyjar og hefur trúalega ætlað að ná inn Viðeyjarsund en ekki komist. Menn í landi sáu að segl voru dregin upp og varpað akkeri. Akkerið mun hafa krækst við skerið og haldið skipinu þar til það brotnaði. Fjöldi fólks var kominn niður á höfn í Reykjavík og reyndi að undirbúa björgunarstarf en ekki var hægt að sigla að Viðey. Bæði þaðan og úr Viðey sást að skipverjar á Ingvari voru komnir í reiðann en skipist hallaðist mikið og stórsjóir gengu látlaust yfir það. Fólkið í Viðey horfði á hvernig brimskaflarnir slitu hvern manninn af öðrum úr reiðanum og síðan brotnaði skipið. Áður en kvöldaði hafði 11 lík rekið í Viðey. Í þessu fárviðri fórust þrjú þilskip úr Reykjavík með samtals 68 mönnum. Greinar

Skeenastrandið 24. október 1944

breyta

Tundurspillirinn Skeena fórst við Viðey 24. október 1944.