Vextir og vaxtavextir

<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Efnisyfirlit

breyta

- Inngangur

- Hvað eru vextir

- Hvað er vaxtatímabil

- Hvernig skal reikna út vexti

- Hvað eru vaxtavextir

- Hvernig skal reikna út vaxtavexti

Inngangur

breyta

Hérna er ætlunin að fjalla um vexti eru og hvernig reikna á þá út. Vextir snerta alltaf meira og meira líf okkar hérna á íslandi þar sem flestir eru í með einhver lán eða að lána einhverjum pening. Bankakerfið byggir að mestu leiti upp á lánaviðskiptum.

Hvað eru vextir

breyta

Vextir er það sem lánadrottnarinn fær borgað fyrir að hafa lánað lánþeganum umfram höfuðstól. Þannig að vextirnir eru þóknun fyrir afnot af peningum annara. Leigan fyrir peninga.Mikilvægt er að vita sem mest um vexti og alla þá fjármálagjörninga sem eru löglegt tæki banka og fjármálafyrirtækja inn í líf hvers manns.

Hvað er vaxtatímabil

breyta

Vaxtatímabil geta verið mismunandi. Vextir geta verið reiknaðir á mánuði eða ári eða í raun bara eftir samkomulagi á milli lánadrottnara og lánþega. Í vaxtaárinu eru hins vegar 12 mánuði eða 360 dagar. Það eru alltaf 30 dagar í mánuði í vaxtaárinu. Óháð því hvort um janúar, febrúar eða apríl er að ræða. Allir telja þeir 30 daga í vaxtaárinu.


Hvernig skal reikna út vexti

breyta

Þegar reiknaðir eru út vextir þá er notuð eftirfarandi formúla.

v = i * H * t

Þar sem v = vextir; i = prósentutugabrot (prósenta/100); H = höfuðstóll, t=n tímabil

Vextir ofan á höfuðstól eru hins vegar reiknaðir með þessari formúlu

H + v = H + i * H * t

Þar sem v = vextir; i = prósentutugabrot (prósenta/100); H = höfuðstóll, t=n tímabil


Hvað eru vaxtavextir

breyta

Vaxtavextir verða í raun til þegar að farið er að reikna vexti ofan á vextina. Þ.e. þegar að tímabilið sem peningarnir sem eru fengnir að láni eru lengur í láni heldur en í eitt vaxtatímabil.


Hvernig skal reikna út vaxtavexti

breyta

Þegar að reiknaðir eru vaxtavextir þá breytist formúlan aðeins því tímabilið getur innihaldið mismunandi fjölda vaxtatímabila.

Vaxtavextir eftir eitt ár með mismunandi fjölda vaxtatímabila

H(i/m)^m

Þar sem H = höfuðstóll; i = prósentutugabrot (prósenta/100); m = vaxtatímabil; ^ = veldi

Höfuðstólinn auk vaxtavaxtanna eftir eitt ár með mismunandi fjölda vaxtatímabila

H(1+i/m)^m

Þar sem H = höfuðstóll; i = prósentutugabrot (prósenta/100); m = vaxtatímabil; ^ = veldi

Vaxtavextir eftir n ár

vn = H(i/m)^m*n

Þar sem v = vextir; n = tímabil; H = höfuðstóll; i = prósentutugabrot (prósenta/100); m = vaxtatímabil; ^ = veldi

Höfuðstóll auk vaxtavaxta eftir n ár

Hn = H(1+i/m)^m*n

Þar sem v = vextir; n = tímabil; H = höfuðstóll; i = prósentutugabrot (prósenta/100); m = vaxtatímabil; ^ = veldi


Krossapróf

breyta

Krossapróf um vexti