Veiðarfæri
Njáll Gíslason 2018 Þetta kennsluefni er í smíðum! Hér verður fjallað um algengustu veiðarfæri sem notuð eru við Íslandsstrendur.
Kennsluefnið mun fjalla um veiðarfæri við Íslandsstrendur.
- Botnvarpa(Bottom trawl)
- Fiskinet(Fishing nets)
- Flotvarpa(Pelagic trawl)
- Handfæri(Handlines)
- Dragnót(Danish seine)
- Hringnót(Purse seine)
- Lína(Longlines)
Inngangur
Þessi kennsla er fyrir nemendur sem koma í skipstjórnarskólann til að læra skipstjórn. Eitt af þeim fögum sem nemendur fá kennslu í er sjóvinna þar sem þeim er kennt allt um veiðarfæri og efni sem eru notuð í þau. Kennslan felur í sér bæði verklega - og bóklegakennslu.Nemendur fá að kynnast veiðarfærunum í raun þar sem farið er í heimsókn til helstu framleiðendur veiðarfæra á Íslandi.
Kynning
Nám í þessum áfanga á að kynna nemendum verklag, vinnubrögð og ráðstafanir um borð í fiskiskipum er lúta að störfum háseta auk búnaðar og tækja sem notuð eru við fiskveiðar. Fjallað er um mikilvægi verkkunnáttu á hinum ýmsu sviðum og þjálfun í réttum viðbrögðum, sérstaklega við afbrigðilegar aðstæður. Nemandi skal kynnast mismunandi veiðum og veiðiaðferðum og hinum ýmsu tegundum veiðarfærabúnaðar sem þarf til að stunda þær. Nemandi lærir vinnubrögð og verkþætti sem þarf að framkvæma til þess að koma veiðarfærum í sjó og ná þeim inn aftur og einnig um verkaskiptingu við vinnuna. Eitt af þeim atriðum sem nemendur þurfa að vera vakandi yfir eru öryggisþættir sem settir eru upp í fiskiskipum í hverju herbergi. Einnig þurfa nemendur að fara í Slysavarnarskólann til að fá þjálfun í að takast á við hættur sem geta skapast um borð með litlum fyrirvara.
Meginmál
Nemendur fá kennslu í notkun veiðarfæra og eru frædd um hvaða þýðingu þau geta haft á gæði aflans. Þau fá upplýsingar um hvaða veiðarfæri henti best bæði hvað varðar aðstæður og einnig hvaða tegund er verið að veiða. Skipstjórnarmenn togskipa þurfa til dæmis að gæta þess að draga veiðarfærið ekki of lengi og takmarka aflamagn í hverju holi. Til dæmis mega skipstjórar hjá H.B.Granda sem eru á togveiðum ekki toga lengur en þrjá til fjóra tíma og taka ekki meira en fimm tonn í senn. Þetta er gert til að ná hámarksnýtingu á aflanum. Einnig þurfa skipstjórnarmenn að beita veiðarfærum á réttan hátt ef hámarka á gæði hráefnisins. Ekki er hægt að alhæfa um hvaða togtími sé hagstæðastur eða hvenær aflinn sé orðinn of mikill, þar sem þættir eins og veður, aðstaða um borð, hitastig sjávar o.fl. geta haft áhrif á veiðarnar.
Hafrannsóknastofnun hefur gefið út hve stórt svæðið sem skilgreint er sem grunnslóð, ofan 75 m dýpis og innan fjarða og flóa sé um 138.000 km2, en á því svæði er flestum veiðarfærum beitt sem eru notuð hérlendis. (Veiðarfæri á grunnslóð Haraldur Einarsson, Hjalti Karlsson, Julian Burgos og Ólafur A. Ingólfsson). Á þessum svæðum eru notkun sumra veiðarfæra bönnuð, ýmist tímabundið eða alfarið, til að vernda ákveðinna dýrategundir. Ef litið er á aflamagn er hringnótin langafkastamest en notkun hennar einskorðast að mestu við veiðar á tveimur fiskitegundum, þ. e. loðnu og síld.
Verkefni
Nemendur fá tækifæri til að vinna við viðgerðir á trolli, þ. e. að gera við netið eða "taka í kríu". Nemendur eru einnig prófaður í grunnkunnáttu á því að binda netahnút, pelastikk, hestahnút, netasaum, bætningar, kanthnýtingar, kaðla - og vírasplæs.
Heimildir:
Fræðsluvefur Matís Sótt af http://www.alltummat.is/fiskur/gaedi/virdiskedja-gamafisks/veidiskip/veidarfaeri/
Eggert. Gert að nótinni. Mynd úr safni. mbl.is/ Sótt af https://www.mbl.is/200milur/frettir/2017/10/06/merkja_thurfi_veidarfaeri_betur/
Haraldur Einarsson, Hjalti Karlsson, Julian Burgos og Ólafur A. Ingólfsson Veiðarfæri á grunnslóð . Hafrannsóknastofnuninni Sótt af http://www.hafro.is/grunnsaevi-radstefna/Agrip/veidafaeri-HE.pdf
Eftirfarandi krossapróf er um helstu veiðarfæri sem notuð eru við veiðar á Íslandsmiðum og efni sem eru notuð í þeim.
Krossapróf
breyta