Vefrallý/Fæðuhringurinn

Vefrallý um Fæðuhringinn

breyta

Höf: Eva Lilja Sigþórsdóttir

 
  • Þetta vefrallý er fyrir nemendur í 3-7 bekk grunnskólanna.
  • Tilgangurinn með þessu vefrallý er að nemendur á þessum aldri átti sig á mikilvægi holls og fjölbreytts mataræðis, læri að þekkja flokka fæðuhringsins og kynnist undirstöðum í mismunandi fæðuflokkum.
  • Ætlast er til að nemendur skipti sér niður í hópa, leiti upplýsinga á vef og hjálpist að og verði röskir að svara eftirfarandi spurningum.
  • Upplýsingarnar má finna á vef lýðheilsustöðvarum fæðuhringinn.
  • Spurningarnar eru eftirfarandi:
  1. Hvað eru fæðuflokkar fæðuhringsins margir?
  2. Hvað heita þeir?
  3. Nefndu þrjár kornvörur?
  4. Til hvaða fæðuflokks tilheyra kartöflur?
  5. Hvað er æskilegt að borða fisk oft í viku?
  6. Hvers vegna er neysla mjólkur- og mjólkurvara mikilvæg á æskuárum?
  7. Má finna kökur, kex og djús í fæðuhringnum?
  8. Er fita nauðsynlegt næringarefni?
  9. Hversu oft á dag á grænmeti að vera hluti af máltíðinni?
  10. Hvers vegna er æskilegt að takmarka neyslu á rauðu kjöti?
  11. Hvers vegna er æskilegt að takmarka neyslu á salti?
  12. Hvernig morgunkorn á helst að velja?
  13. Hvað merkja myndirnar í grænu hringjunum?
  14. Fyrir hvað stendur miðjuhringurinn?
  15. Hvaða fæðu er kjörið að borða á milli mála?