Vefrallý/Astrid Lindgren
< Vefrallý
Vefrallý um Astrid Lindgren:
breyta- Vefrallý þetta er einkum ætlað nemendum í 4.-5. bekk grunnskólans.
- Markmiðið með verkefninu er að kynnast lífi og starfi sænska rithöfundarins Astridar Lindgren. Einnig er þetta æfing í að finna upplýsingar hratt og örugglega á Netinu.
- Hægt er að leysa þetta verkefni einstaklingslega en einnig í 2ja-3ja manna hóp.
- Skrifa á svörin í word-skjal og skila þeim snyrtilega frágengnum til kennara.
Hér eru þrjár síður um Astrid Lindgren. Það þarf að nota þær allar til að svara spurningunum. Hægt er að stækka letrið á síðunum með því að fara í View - Text Size - Increase. Gangi ykkur vel!
Spurningar:
breyta- Hvaða dag og hvaða ár fæddist Astrid Lindgren?
- Hvað hét sveitabærinn þar sem hún ólst upp?
- Hvert var fullt nafn hennar þegar hún var lítil?
- Hvað hétu foreldrar hennar?
- Hvað átti Astrid mörg systkini og hvað hétu þau?
- Astrid sagði tvennt hefði einkennt æsku hennar. Hvað var það?
- Af hverju var Astrid vinsæl í vinhóp sínum þegar hún var lítil?
- Hvernig stelpa var hún?
- Af hverju flutti Astrid frá æskuheimili sínu til Stokkhólms?
- Hvað hét eiginmaður Astridar?
- Hvað breyttist í sambandi við nafn hennar þegar hún giftist?
- Hvað eignaðist Astrid mörg börn og hvað heita þau?
- Hvað var Astrid gömul þegar fyrsta bók hennar kom út?
- Sumir hafa gagnrýnt bækur Astridar. Hvað hefur verið gagnrýnt í sambandi við Línu langsokk?
- Ein bóka Astridar þykir ein fallegasta bók sem samin hefur verið um ást og dauða. Hvaða bók er það?
- Árið 1958 hlaut Astrid helstu viðurkenningu sem barnabókarithöfundi getur hlotnast. Við hvaða rithöfund er þessi viðurkenning kennd?
- Hvaða heiður hlaut Astrid árið 1999?
- Hverjar af bókum hennar voru í mestu uppáhaldi hjá henni?
- Hvenær dó Astrid Lindgren?
- Hvað skrifaði hún margar barnabækur?
Höfundur: Dagný Birnisdóttir