Vefrallý/Íslenski hesturinn
< Vefrallý
Þetta vefrallý er ætlað 10 - 12 ára nemendum.
Öll svörin (nema það síðasta) má finna á síðunni um Íslenska hestinn
Gangi ykkur vel!
- Hvaða ár er talið að hesturinn hafi komið til Íslands?
- Hverjir komu með fyrstu hestana til Íslands?
- Hvað kallast karldýr, kvendýr og afkvæmi hrossa?
- Hvaða önnur orð eru notuð um hesta? Veist þú um einhver fleiri sem eru ekki nefnd á síðunni?
- Hvað eru hestar yfirleitt gamlir þegar byrjað er að temja þá?
- Hversu gamlir geta íslensku hestarnir orðið?
- Hvað hefur íslenski hesturinn margar gangtegundir og hvað heita þær?
- Hvaða gangtegund er eitt af sérkennum íslenska hestsins?
- Nefndu 3 sjúkdóma sem íslenski hesturinn getur fengið og lýstu þeim stuttlega
- Hvaða lyf þarf að gefa hestum þegar þeir eru teknir á hús?
- Hversu oft þarf að járna hesta?
- Skoðaðu hestanöfnin á síðunni. Reyndu að finna nokkur ný nöfn sem væri hægt að setja í þessa flokka!
Höfundur: Jóhanna Kristín Gísladóttir