Vefleiðangur - Flugdreki
Höfundur: Óðinn Baldursson nemandi við Háskóla Reykjavíkur.
Þetta verkefni er ætlað nemendum í efstu bekkjum í grunnskóla.
Kynning
breytaMarkmiðið með þessu verkefni er að nemendur kynni sér eitthvað í sögu og þau eðlislögmál sem tengjast flugi ásamt því að nemendur noti sköpunargáfuna til þess að hanna og smíða flugdreka. (saga, eðlisfræði, smíðar og teikning).
Verkefnið
breytaSkrifið stutta greinagerð um sögu flugdrekans, hverjir fundu hann upp og til hvers var hann notaður. Útskýrið í stuttu máli þau helstu lögmál og krafta sem halda flugdrekanum á lofti.(gott að nota m.a. teikningar) Lýsið að ykkar mati frumlegustu notkuninni á flugdrekum sem þið rekist á í vefrápinu. Farið inn á http://www.grc.nasa.gov/WWW/K-12/airplane/kite1.html og veljið þar KiteModeler til að hanna í hermi ykkar eigin flugdreka. Hannið og smíðið flugdreka að eigin vali. Ef veður lofar þá verður haldin sýning á flughæfni flugdrekana þegar nemendur hafa lokið verkefninu.
Bjargir(námur)
breytahttp://www.grc.nasa.gov/WWW/K-12/airplane/kite1.html
Ferli
breytaVerkefnið byggist á því að svara spurningunum sem fram koma hér að ofan, ásamt því að hanna og smíða flugdreka sem verður flogið í lok námskeiðsins. Þetta verkefni er hópverkefni þar sem c.a. 3-4 nemendur vinna saman í hóp að laus verkefnisins. Vísa skal í svörum á þær vefsíður sem notaðar voru til að leysa viðkomandi spurningar.
Mat
breytaVerkefnið verður metið á eftirfarandi hátt: Svörin við spurningunum verða metin eftir framsetningu og innihaldi - 50%.
Flugdrekinn verður metin eftir frumleika í hönnun og smíði, ásamt flughæfni hans - 50%.
Niðurstaða
breytaÞegar verkefninu líkur þá eiga nemendur að vera nokkuð fróðari um sögu flugdrekans og hugsanlega einhverjum atburðum í sögunni þar sem hann kemur við sögu. Þeir eiga jafnframt að vera einhvers vísari um þau lögmál sem tengjast flugi og hafa öðlast næga þekkingu til að geta smíðað sér flugdreka.