Vefleiðangur - Bestu kvikmyndirnar

Um verkefnið

Þessi vefleiðangur er lausn mín á verkefni sem sett var fyrir í Upplýsinga- og samskiptatækni í skólakerfinu hjá Háskóla Reykjavíkur.

Þetta verkefni er ekki ætlað sérstökum aldursflokki en hentar betur eldri nemendum (t.d. nemendum í framhaldsskóla).

Höfundur: Hannes

Kynning breyta

Verkefnið gengur út á að kynna sér bestu kvikmyndirnar sem gerðar hafa verið - fræðast meira um þær myndir og fólkið á bakvið þær.

Verkefni breyta

 • Skoða listann með 250 bestu kvikmyndum
 • Velja nokkrar myndir og rannsaka þær betur
 • Þá ættu þið að vera komin með betri innsýn inn í heim kvikmyndanna og hvers konar kvikmyndir verða vinsælar

Bjargir (námur) breyta

The Internet Movie Database (IMDb)

250 bestu kvikmyndirnar samkvæmt notendum IMDb

IMDb - Awards & Festivals Browser

Ferli breyta

 1. Ágætt er að skipta í hópa (3-4 í hvorum hóp) en þetta getur líka verið einstaklingsverkefni
 2. Velja 20-30 (mega vera fleiri) af bestu kvikmyndunum samkvæmt IMDb
 3. Skrá niður hvað þið eruð búin að sjá margar af þessum 20-30 (allir í hópnum þurfa ekki að hafa séð myndina, ein(n) er nóg)
 4. Fyrir hverja mynd skrifið þið smá um hvernig ykkur fannst hún. Var hún góð? Á hún heima á Top 250? (ef enginn hefur séð myndina er þessu sleppt)
 5. Skrá niður hver leikstýrir hverri mynd, hverjir eru í aðalhlutverkum og aðrar upplýsingar sem ykkur finnst mikilvægar (hver skrifaði handritið o.s.frv.)
 6. Finnið út hvort myndin hafi fengið einhver verðlaun - t.d. Óskarinn
 7. Fyrir hverja mynd skráið þið hvernig mynd þetta er (spenna, gaman, hryllingur, rómantík)
 8. Skráið einnig hvenær myndin var búin til (ártal)
 9. Skrifið skýrslu út frá niðurstöðum ykkar
 10. Útbúið einnig glærusýningu með niðurstöðum ykkar sem þið kynnið síðan

Sniðugt væri að setja helstu upplýsingarnar um myndirnar í töflu til að hafa betri yfirsýn yfir gögnin.

Mat breyta

50% - Skýrsla

40% - Kynning (glærusýning)

10% - Metnaður (t.d. hversu ítarlegar eru niðurstöðurnar, voru rannsakaðar fleiri en 30 myndir...)

Niðurstaða breyta

Nú ættuð þið að vera fróðari um nokkrar góðar kvikmyndir og ættuð að geta búið til kvikmynd sem slær pottþétt í gegn. Fyrir metnaðarfulla væri hægt að rannsaka allar 250 myndirnar og sjá hvort það sé formúla fyrir vinsæla mynd - einhver sérstök tegund, ákveðinn leikstjóri/leikari?

(þessi uppsetning á vefleiðangri er byggð á sniði frá upphafsmanni vefleiðangra Dodge, aðlagað af Salvöru Gissurardóttur)