Vefleiðangrar/draugasögur-spennusögur

KynningBreyta

 
vefleiðangur

Þú ert orðin(n) þreytt(ur) á því að hlusta á gamlar þjóðsögur eða lítið spennandi sögur sem ekkert gerist í. Þú villt fara sjá og heyra eitthvað nýtt og spennandi í sögustundum í skólanum. Þú og fjórir aðrir úr bekknum eigið að búa til annaðhvort draugasögu eða spennusögu sem á svo að lesa upp í sögustund.

VerkefniBreyta

Þú og hópfélagar þínir gerist rithöfundar og þið þurfið að hafa eftirfarandi í huga:

    - Um hvað ætlið þið að skrifa.
    - Hvað á sagan að vera löng.
    - Hvernig ætlið þið að skipta með ykkur verkum.
    - Hvar ætlið þið að leita af upplýsingum.

Aðalmálið er að sagan höfði til sem flestra. Mikilvægt er að þið vandið stafsetningu, orðaval og allan frágang.

BjargirBreyta

http://www.bokmenntir.is

Hér getið þið fundið alls konar efni sem tengist bókmenntum og fundið greinar frá öðrum höfundum um þeirra starf.

http://budir.is/budir/islenska/sagan/sogusafnid/draugasogur/view.aspx@-2e.htm

Hér finnið þið nokkrar draugasögur sem hafa verið gerðar sem gott er að hafa til hliðsjónar.

http://bokasafn.reykjanesbaer.is/default.asp?cat_id=223´

Hér er hægt að nálgast útskýringar á því hvað draugar, útburðir og þess háttar er.

FerliBreyta

Þið vinnið fjögur saman og skiptið hlutverkum jafnt á milli ykkar, þannig að hvert ykkar hafi svipað stóru hlutverki að gegna. Þið hafið atriðin hér að ofan í huga og notið einnig þær vefslóðir sem gefnar eru upp. Einnig megið þið finna aðrar vefslóðir ef þið viljið. Þið ljúkið verkefninu með því að flytja það fyrir bekkinn.

MatBreyta

Lagt verða fram matsblöð þar sem þið verðir bæði metin sem einstaklingar og hvernig þið vinnið saman í hóp. Einnig verður sjálfsmat og jafningamat lagt fram þar sem þið metið ykkur sjálf og félaga ykkar. Verkefnið gildir sem 25% af lokaeinkunn í íslensku.

NiðurstaðaBreyta

Í lok verkefnis eiga nemendur að hafa náð ágætis tökum á því að vinna saman í hóp, sýna frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Einnig að eiga nemendur að hafa náð betri tökum á íslenskri tungu og stafsetningu.

HöfundurBreyta

Hanna Skúladóttir