Vefleiðangrar/Vestfirðir





Kynning

breyta

Þið eruð að fá heimsókn frá nemendum í Danmörku sem þið eruð búin að vera í sambandi við í vetur. Þið ætlið að fara með þá í 5 daga ferðalag um sunnanverða Vestfirði. Á sunnanverðum Vestfjörðum eru fjölmargir sögustaðir og náttúruperlur. Héraðið er á margan hátt sérstakt, paradís fyrir fuglaáhugamenn og landslag víða sérkennilegt. Þið eigið að kynna fyrir þeim þessa náttúruperlu, menningu og sögu. Þið eigið að undirbúa ferðina mjög vel og gera ferðadagskrá þar sem þið ætlið að skoða markverða staði á sunnanverðum Vestfjörðum. Þið þurfið einnig að skipuleggja það sem þarf að taka með í ferðina, ferðamáta, afþreyingu og gistingu.

Verkefni

breyta

Nemendur eiga að að afla sér fróðleiks um áhugaverða staði, menningu og sögu á sunnanverðum Vestfjörðum og gera síðan dagskrá fyrir 5 daga ferðalag um þessar slóðir.


Vefslóðir

breyta
 


Nemendur vinna saman í fjögurra manna hópum. Þeir skoða vefslóðir sem hafa verið gefnar upp og ákveða síðan hvaða staði á að heimsækja. Hóparnir skipta með sér verkefnum og taka fyrir þá þætti sem verkefnið nær yfir sem er t.d.:

  • Söfn og sýningar
  • Áhugaverðir staðir
  • Eyjarnar á Breiðafirði
  • Sagnaþættir

Að lokum kynna hóparnir vinnu sína fyrir bekkjarfélögum.




 

Kennarinn metur hvernig hópastarfið gekk hjá nemendum. Hann leggur áherslu á hvort allir í hópnum hafi verið virkir og hvernig samvinnan gekk. Kennarinn leggur einnig fyrir sjálfsmat þar sem nemendur eiga meta sig sjálf.


Niðurstaða

breyta

Hvað vitum við meira um Vestfirði? Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Markmið þessa verkefnis er að nemendur læri og þjálfist í að leita heimilda á netinu og kynnist landinu okkar betur.

Höfundur

breyta

Sigríður Bjarney Sigmundsdóttir