Vefleiðangrar/Vefsíðugerð í Frontpage
Kynning
breytaHefur þig langað til að búa til þína eigin vefsíðu?
Það er alls ekki eins flókið, og þú hefur kannsi haldið, að gera sína eigin vefsíðu. Það er ekki einu sinni nauðsynlegt að kunna html skipanir sem vefsíður þó byggjast á. Til er ýmis hugbúnaður (forrit) til vefsíðugerðar sem gera þér kleift að búa til vefsíður með töflum, myndum, krækjum og öðru því sem þarf til að síðan þín líti fagmannlega út.
Verkefni
breytaVefsíðugerð í Microsoft Frontpage
Verkefnið þitt í þessum vefleiðangri er að búa til vefsíðu sem samanstendur af minnst tveimur síðum, annarri með kynningu á sjálfum þér og hina um áhugamál sem þú velur þér. Síðurnar áttu að tengja saman og hafa einnig á þeim myndir og krækjur á aðrar vefsíður. Forritið sem þú átt að nota við vefsíðugerðina er Frontpage frá Microsoft. Upphafssíðan: Hér eiga að koma fram upplýsingar um sjálfa/n þig, s.s. nafn, skóli, fjölskylda, vinir og áhugamál. Settu eina eða fleiri myndir af þér á þessa síðu og náðu svo í myndir í myndabanka á Netinu. Áhugamálasíðan: Veldu þér áhugamál sem þú vilt fjalla um. Þú ræður hvort það er þitt áhugamál eða eitthvað annað sem þú fjalla um.
Bjargir
breytaHér er að finna nokkrar gagnlegar vefslóðir við lausn þessa verkefnis:
Greinargóðar leiðbeiningar um vefsíðugerð í Frontpage
Krækjur á nokkrar leitarvélar:
leit.is (íslensk leitarvél) google.com (enska en einnig hægt að slá inn íslenskum orðum) yahoo.com (enska en einnig hægt að slá inn íslenskum orðum) altavista.com (hægt að velja tungumál)
Dæmi um vefslóðir sem hægt er að finna með því að slá inn heiti á áhugamálum/íþróttagreinum í leitarvélar:
Hlaupasíðan Sundsamband Íslands Skíðasamband Íslands Handboltasamband Íslands Knattspyrnusamband Íslands Körfuknattleikssamband Íslands Karatesambad Íslands Vitinn
Slóðir í nokkra myndabanka á Netinu:
Clipart Gallery Resource Lane Kitty Roach Image Paradise Imagebank
Ferli
breytaNemendur mega ráða hvort þeir vinna einir eða tveir saman
1. Veldu þér áhugamál sem þú vilt fjalla um. Þú ræður hvort það er áhugamálið þitt eða eitthvað sem þér finnst heillandi eða þú hefur áhuga á.
2. Leitaðu að heimildum/upplýsingum um áhugamálið á Netinu. Notaðu til þess svokallaðar leitarvélar.
3. Þegar þú ert búin(n) að tengjast leitarvél skrifaðu þá nafnið á áhugamálinu sem þú valdir í þar til gerðan reit og ýttu á „leita“ eða „search“.
4. Ef þú finnur vefsíðu með áhugaverðum texta sem þú getur notað sem heimild á þína síðu skaltu afrita textann með því að velja textann (ljóma hann) og smella svo með hægri músarhnappi og velja „copy“. Síðan skaltu opna vefsíðuna þína og líma textann þar inn með því að smella með hægri músarhnappi og velja „paste“.
5. Þegar þú finnur mynd á vefsíðu (í myndabanka) sem þú vilt nota þá hægri smellirðu á hana og velur „save image as“. Athugaðu að vista á rétt drif (svæði). Á því svæði þarftu að vera búin(n) að búa til möppu sem þú vilt geyma myndina í.
6. Gættu þess að virða höfundarétt á efni sem þú aflar af Netinu. Geta þarf höfunda eða eiganda efnis (fá heimild til birtingar) nema þess sé getið að heimilt sé að nota það, eins og t.d. myndir úr þar til gerðum myndabönkum.
7. Nú skaltu hefjast handa við að útbúa vefsíður þínar og koma fyrir á þeim því efni sem þú hefur safnað saman. Gott er að fara eftir leiðbeiningum um vefsíðugerð í Frontpage.
Framsetning
breytaTil athugunar við vefsíðugerðina
Gættu þess að:
samræmis sé gætt í útliti, sérstaklega hvað varðar bakgrunn, staðsetningu á myndum, hnöppum o.s.frv. hófs sé gætt í myndskreytingum þannig að síðan verði ekki ofhlaðin. Mundu að síður sem eru óhóflega myndskreyttar virka þreytandi á marga. Þær eru einnig lengi að hlaðast niður og hætta er á að menn gefist upp á að bíða eftir þeim. texti sé á skýru, stuttu máli og fylli helst ekki meira en hálfa skjámynd. orðalag á síðunni þinni sé ekki dónalegt eða særandi fyrir aðra. Kennari áskilur sér rétt til að setja ekki á vefinn þær síður sem ekki uppfylla skilyrðin í síðustu málsgrein hér að ofan.
Mat
breytaKennarinn fer yfir verkefnið
Síðan þín verður metin af kennara einu sinni til tvisvar á meðan á vinnu stendur. Það er gert til að hjálpa þér til að sníða af hugsanlega vankanta og benda á þær gildrur sem algengt er að byrjendur falli í. Áður en þú setur síðuna út á Netið fer fram kvöldmat. .. :)
Niðurstöður
breytaAð lokum
Nú hefur þú lært að gera þína eigin vefsíðu. Vonandi hefur þú haft gagn og gaman af og komist að raun um að það er alls ekki svo erfitt. Héðan í frá átt þú að vera fær um að vinna verkefni í skólanum á vef og skila þeim á veftæku formi. Góða skemmtun og gangi þér vel!