Vefleiðangrar/Snorri Sturluson - Ritverk
Um verkefnið
Verkefni þetta er ætlað nemendum í 6. bekk grunnskóla. Það er hugsað sem hluti af námsefni um Snorra Sturluson og sturlungaöldina.
Námsmarkmið skv. aðalnámskrá
- Að nemandi kanni hve þekktur Snorri Sturluson er, hvar nafni hans er haldið á lofti og á hvern hátt (á vefsíðum á Netinu, ritum á bókasafni, myndum, styttum o.fl.) (Aðalnámskrá grunnskóla, samfélagsgreinar 1999:36)
- Að nemandi komist í kynni við rit Snorra Sturlusonar, kanni um hvað þau fjalla, lesi sýnishorn úr þeim og meti gildi þeirra (Aðalnámskrá grunnskóla, samfélagsgreinar 1999:36)
Kynning
breytaÍ þessu verkefni er ætlunin að þið kynnist verkum Snorra Sturlusonar og verkfærunum sem hann hafði til ritunar.
Verkefni
breyta- Hverjar voru þrjár helstu bækurnar sem talið er að Snorri hafi skrifað? Um hvað eru þær? (svarið í stuttu máli). Segið frá í hvaða hluta þær skiptast.
- Á hvað skrifaði Snorri bækur sínar og með hverju?
- Aukaspurning 1: Hver tengingin milli Snorra Sturlusonar og skjaldarmerkis Íslendinga? Lýsið vættunum á skjaldarmerkinu og segið frá hvaðan hver kemur.
- Aukaspurning 2: Við hvað eru íslensku fánalitirnir kenndir?
Bjargir
breyta- Upplýsingar um skjaldarmerkið og Snorra.
- Um rit Snorra og meira.
- Um fornrit.
- Um verkun skinna til handritagerðar.
- Upplýsingar um skriffæri.
- Saga íslenska fánans
- Um íslenska fánann
Ferli
breyta- Þið setjist í tölvustofuna tvö og tvö saman. Skiptist á vinna á tölvuna í fyrri og seinni kennslustund.
- Búið til nýtt skal í Word. Vistið strax undir nafninu Snorrarit-verkefni.
- Afritið textann undir verkefni inn í skjalið límið hann inn í Word, feitletra og svarið spurningunum undir hverri fyrir sig.
- Leysið verkefnið í Word skjalið, notið hlekkina undir liðnum Bjargir til að svara. Þið megið klippa og líma en það er mjög áríðandi að einungis komi fram svarið við spurningunum og ekki meira. (Enginn auka texti)
- Setjið eina mynd af fornriti inn í skjalið. (Til að klippa mynd á að hægri-smella á hana, velja afrita (copy) , fara síðan í Word skjalið og velja þar líma (paste) þar sem myndin á að koma)
- Þegar öllum spurningunum hefur verið svarað og myndin er komin á sinn stað, merkið þá blaðið með nöfnum ykkar beggja, prentið út tvö eintök og sýnið kennaranemum.
- Verkefnin eiga síðan að fara í möppuna ásamt öðrum verkefnum um Snorra Sturluson í kennslustofunni.
Mat
breytaMat á verkefninu mun fara fram eftir því hversu hnitmiðuð svörin eru og hvort þar komi fram allt sem óskað er eftir.
Niðurstaða
breytaAð loknu verkefninu ættuð þið að vera orðin kunnug ritum Snorra Sturlusonar og þeim skriffærum sem notuð voru á Íslandi á Sturlungaöld.
Höf: Vala Tryggvadóttir og Sólveig Styrmisdóttir, nemar í Kennaradeild HA, haustið '07.