Vefleiðangrar/Seðlabankinn

Um verkefnið

Höfundur Sigríður Magnúsdóttir

Verkefnið er ætlað nemendum í Hag113, sem er grunnáfangi í þjóðhagfræði á framhaldsskólastigi. Markmiðið er að nemendur þekki hlutverk og umsvif Seðlabanka Íslands (sbr. aðalnámskrá viðskipa- og hagfræðigreinar bls. 11).


Kynning breyta

Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér hver býr til peningana, ákveður vextina eða spáir fyrir um verðbólguna? Í fréttum er oft talað um Seðlabanka Íslands í tengslum við verðbólgumarkmið og stýrivexti. En hvaða stofnun er þetta í raun og veru? Hvert er hlutverk hennar og tilgangur? Þetta verkefni á að veita þér svör við því.

Verkefni breyta

Verkefnið er samvinnuverkefni sem 3 - 4 nemendur vinna saman. Þið eigið að safna upplýsingum um eitt efni á listanum hér fyrir neðan og búa til kynningu sem tengist því.

1. hópur: Saga Seðlabanka Íslands

2. hópur: Stjórn og skipulag

3. hópur: Hlutverk og ábyrgð

4. hópur: Útgáfur (rit og skýrslur)

Bjargir breyta

Saga:

Seðlabanki Íslands: http://www.sedlabanki.is/?PageID=2

Saga bankans: http://wayback.vefsafn.is/wayback/20051102223320/www.sedlabanki.is/?PageID=26

Nýr rammi peningastefnunnar: http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1287

Saga gjaldmiðils á Íslandi: http://wayback.vefsafn.is/wayback/20051102223239/www.sedlabanki.is/?PageID=117

Seðlar og mynt: http://wayback.vefsafn.is/wayback/20051102223157/www.sedlabanki.is/?PageID=120

Mynnismynt og hátíðarmynt: http://wayback.vefsafn.is/wayback/20051102223021/www.sedlabanki.is/?PageID=118

Stjórn og skipulag:

Lög um Seðlabanka: http://wayback.vefsafn.is/wayback/20051102223630/www.sedlabanki.is/?PageID=39 1. kafli 1-2. grein

Stjórn og skipulag Seðlabanka Íslands: http://www.sedlabanki.is/?PageID=22

Húsnæði og starfsaðstaða: http://www.sedlabanki.is/?PageID=40

Starfsfólk: http://wayback.vefsafn.is/wayback/20051102223320/www.sedlabanki.is/?PageID=26

Samstarfsaðilar: http://www.fme.is/?PageID=100

http://www.sedlabanki.is/uploads/files/NordiskMoUGenerellslutligENG.pdf

Hlutverk og ábyrgð:

Markmið og hlutverk: http://wayback.vefsafn.is/wayback/20051102223910/www.sedlabanki.is/?PageID=21

Verðbólgumarkmið: http://www.sedlabanki.is/?PageID=3

Fjármálastöðugleiki: http://www.sedlabanki.is/?PageID=4

Gengis- eða verðbólgumarkmið…: http://www.sedlabanki.is/uploads/files/pm001_5.pdf

Stöðugt verðlag: http://www.sedlabanki.is/?PageID=57

Lög um Seðlabanka: http://www.sedlabanki.is/?PageID=39

Útgáfur:

Seðlar og mynt: http://www.sedlabanki.is/?PageID=12

Rit og skýrslur: http://www.sedlabanki.is/?PageID=10

Peningamál: http://www.sedlabanki.is/?PageID=87

Fjármálastöðugleiki: http://www.sedlabanki.is/?PageID=676

Hagvísar: http://www.sedlabanki.is/?PageID=102

Skýrslur og sérrit: http://www.sedlabanki.is/?PageID=103

Ferli breyta

Svona vinnið þið verkefnið:

1. Fyrst er ykkur skipt í hópa, þú færð uppgefið með hverjum þú vinnur

2. Þið komið ykkur saman um hvernig þið viljið vinna verkefnið

3. Þið skiptið með ykkur verkum

4. Þið leitið að upplýsingum um efnið á ofangreindum vefslóðum og skráið hjá ykkur það sem þið teljið skipta máli

5. Þið útbúið glærur í Power-point

6. Myndskreytið þær með myndum sem hæfa ykkar hluta verkefnisins

7. Að lokum flytjið þið efnið fyrir samnemendur ykkar

Fyrirlesturinn á að vera 10-15 mínútur.

Mat breyta

Þegar flutningi verkefnins er lokið metið þið eigin frammistöðu og annarra á eyðublöðum sem verður dreift til ykkar þegar vinna hefst. Kennari mun meta vinnu ykkar á sama hátt. Munið að vera heiðarleg og jákvæð. Munið að það eru gæðin sem skipta máli, ekki magnið.

Niðurstaða breyta

Nú ættir þú að vita mun meira um hlutverk og tilgang seðlabanka. Skyldu þeir vera eins annars staðar í heiminum?