Vefleiðangrar/Súkkulaði

Kynning breyta

Þú ert beðin(n) um að kynna súkkulaðipáskaeggjagerð og tala almennt um súkkulaði og kakó á næstu páskaskemmtun hérna í skólanum og búa til veggspjald um efnið.

Verkefni breyta

Taktu saman stutt yfirlit yfir sögu súkkulaðis og lýstu skrefum í súkkulaðiframleiðslu frá kakóbaunum til páskaeggja. Þú átt að búa til veggspjald um framleiðsluna og taka saman á einu A4 blaði yfirlit til dreifingar um sögu og þýðingu súkkulaðis.

Vefslóðir (Bjargir) breyta

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
  1. Grein um súkkulaði í íslensku Wikipediu
  2. Grein um kakó í íslensku Wikipediu
  3. Grein um súkkulaði í ensku Wikipediu
  4. Grein um kakóduft í ensku Wikipediu
  5. Grein um kakótréð í ensku Wikipediu
  6. Súkkulaðipáskaeggjaframleiðsla í íslenskri verksmiðju
  7. Exploring Chocolate
  8. The Cocoa Tree
  9. Discover HERSHEY: Making Chocolate
  10. History of Chocolate
  11. Thinkquest - Candy Trivia vefur búin til af skólabörnum um súkkulaði.
  12. The History of Chocolate @ The ShoppingPlace
  13. The Cocoa Bean @ The ShoppingPlace
  14. A History of Chocolate: From the Americas to Europe, From the Sacred to the Sublime
  15. Organic Raw Cacao beans
  16. Chocolate - The Food of the Goods
  17. How Chocolate Works
  18. Chocolate - an Introduction

Ferli breyta

  1. Fyrst eru skipt í fimm manna hópa og þú færð uppgefið í hóp þú ert

Innan hópsins skulu þið skipa ykkur í hlutverk, einn skoðað súkkulaði og trúarbrögð, einn skoðar hvar súkkulaði er framleitt, einn skoðar hvaða efni eru í súkkulaði og nútímanotkun á súkkulaði, einn skoðar hvernig súkkulaðiegg eru framleidd, einn skoðar hvernig súkkulaðið barst til Evrópu og hvernig evrópumenn breyttu um framleiðsluaðferðir.

  1. Skoðið nú krækjurnar og efni á veraldarvefnum og takið glósur um leið. Ef þið finnið myndefni sem passar við þá skuluð þið vista það.
 *Myndir á Flickr merktar Chocolate
 *Myndir á Flickr merktar cocoa
  1. Safnað nú saman glósunum og skrifið í sameiningu texta á eitt blað og búið til veggspjald um framleiðsluna.

Ráðleggingar:

Hafðu þessar spurningar í huga

  • Hvernig notuðu Mayaindjánahöfðingar súkkulaði við helgihald?
  • Hvaða efni og krydd voru súkkulaðidrykkjum mayahöfðingja?
  • Hvaða þýðingu höfðu ferðir landkönnuða á útbreiðslu súkkulaði um heiminn?
  • Um kaffihúsamenningu - voru til sérstök súkkulaðihús?
  • Hvernær byrjuðu menn að borða súkkulaði (þ.e. ekki bara drekka)?
  • Er súkkulaði algengt fæðuefni í dag? Hvert er næringargildi og hollusta?
  • Úr hverju er súkkulaði unnið og hvernig ?
  • Hvernig er súkkulaði flutt á milli landa, hvar fara hin ýmsu stig framleiðslunnar fram?
  • Á veggspjaldinu skaltu passa að þessi atriði séu með: Kakótréð - kakóbaunir - ristun og pressun bauna - geymsla og flutningur milli landa - súkkulaðiframleiðslan

Mat breyta

Þetta er hópverkefni. Samantektin verður metin eftir því hversu skýrt og vel framsett efnið er, hvort það er skemmtilegt og fallega frágengið og eitthvað myndefni notað til skýringar. Veggspjaldið verður metið eftir því hvort allir liðir framleiðsluferlis eru, hversu skýrt og einfalt efnið er sett fram og svo verða bæði samantektin og veggspjaldið metið eftir því hversu vel heimildirnar á vefnum voru notaðar.

Niðurstaða breyta

Þú getur ýmislegt lært um súkkulaði á þessu verkefni og um framleiðsluferli almennt. Það er löng leið frá hráefni til fullunninnar vöru. Skoðaðu sérstaklega hvernig súkkulaðið breytist frá því að vera kakóbaun og þangað til það er komið í súkkulaðimola sem þú borðar. Mörg handtök og margar vélar og flutningatæki hafa komið við sögu á leiðinni og efni verið tekin úr kakóbaunum en efnum líka verið bætt við. Í gegnum aldirnar hefur þetta algenga fæðuefni súkkulaði verið notað á mismunandi hátt allt frá því að vera bruggaðir helgidrykkir og svo í að vera algengt sælgæti barna.

Höfundur breyta

Höfundur Salvör Gissurardóttir. Fyrsta útgáfa þessa vefleiðangurs var gerð í apríl 1998.