Vefleiðangrar/Myspace
Hvað veistu um Myspace félagsnetið? Er það hættulegur og siðspillandi staður fyrir ungt fólk Er það stefnumótavefur? Er það samfélag þar sem þeir sem búa til og þeir sem hlusta á tónlist koma saman?
Verkefni
breytaÞrír vinir þínir hafa stofnað hljómsveit og samið nokkur lög. Þeir vilja koma tónlist sinni á framfæri og eru að velta fyrir sér hvernig. Eiga þeir að gefa út geisladisk og hvernig eiga þeir að fara að því? Eða eiga þeir að setja upp vefsíðu og bjóða hverjum sem vill niðurhal á lögunum sínum? Eða eiga þeir að gerast notendur á Myspace og koma sér þar í samband við væntanlega hlustendur og aðra tónlistarmenn. Vinir þínir ætla líka að halda tónleika fljótlega og ætla að reyna að komast hjá því að eyða miklu í að auglýsa tónleikana í fjölmiðlum. Þeir spyrja þig ráða. Verkefni þitt er að ráðleggja þeim hvern af þessum valkostum þeir eiga að velja og hvers vegna.
Vefslóðir
breyta- Eivör Pálsdóttir
- Sigur Rós
- Trabant
- Dr Gunni
- Lada Sport
- Mammút
- Byssupiss
- Thundercats
- Bloodgroup
- Shadow Parade
- Lovísa
- Hellvar
- Sprengjuhöllin
- Hjaltalín
- Rottweilerhundur
- CynicalB
- Siggi Skurður
- Iceland Airwaves
- Hreyfiþróunarsamsteypan
- Íslendingar á Myspace
Ferli
breytaSkoðaðu vefsíður þekktra og óþekkra íslenskra tónlistarmanna á Myspace. Hvað kostar að setja upp svona síðu? Hvernig auglýsa hljómsveitir uppákomur eins og tónleika á Myspace? Hvernig kemst maður í tengsl við aðra á Myspace?
Mat
breytaVerkefni þitt verður metið eftir því hve vel þú getur rökstutt hvaða kostur er álitlegastur fyrir hljómsveitina til að koma verkum sínum á framfæri og til að auglýsa tónleika.
Niðurstaða
breytaHér er vísun í frekara efni um félagsnet og Myspace
Hofundur
breytaSalvör Gissurardóttir