Vefleiðangrar/Jón Sveinsson - Nonni

Um verkefnið

Verkefni þetta er ætlað nemendum í miðstigi grunnskóla. Sá sem vinnur sig í gegnum ferlið eða svarar öllum spurningunum ætti að verða fróðari um ævi og störf Jóns Sveinssonar, eða Nonna eins og hann var kallaður.

Námsmarkmið skv. aðalnámskrá

  • Að nemendur kynnist verkum valinna íslenskra rithöfunda (Aðalnámskrá grunnskóla, Íslenska. 1999: 37)

Kynning

breyta

Í þessu verkefni er ætlunin að þið kynnist ævi og störfum Jóns Sveinssonar. Hvaða bækur skrifaði hann? Hvaða menntun hlaut hann? Verkefnið er ætlað nemendum á miðstigi.

  1. Þið setjist tvö og tvö saman eða eitt við hverja tölvu. Skiptist á að vinna á tölvuna.
  2. Svarið þeim spurningunum sem þið fáið úthlutað. Þið ráðið vali á leturgerð en letrið verður að vera 16 - 20 punktar að stærð.
  3. Leysið verkefnið á Word-skjali, notið hlekkina undir liðnum Bjargir til að svara. Mjög mikilvægt er að svara í heilum setningum.
  4. Þegar spurningunum hefur verið svarað, prentið svörin út, klippið til og límið á litað karton.

Verkefni

breyta
  1. Hvenær og hvar er Jón Sveinsson fæddur?
  2. Hver var heitasta ósk Nonna sem ungs pilts?
  3. Hvað varð til þess að Jón Sveinsson fór erlendis í nám og hvert fór hann í nám?
  4. Hvernig voru aðstæður heima hjá Nonna þegar hann var yngri? Hvernig var fjárhagur foreldra hans?
  5. Hvar lést Nonni og hvar var hann jarðsettur?
  6. Hver var Manni og hvað varð um hann?
  7. Hvaða tungumál kunni Jón?
  8. Hvað heita bækur Nonna?
  9. Á hvaða tungumáli skrifaði Jón bækur sínar? Hvað var hann gamall þegar hann byrjaði rithöfundarferil sinn?
  10. Hvað fannst Íslendingum um kaþólikka á þeim tíma sem Nonna var boðið að fara út í nám? Hverrar trúar voru Íslendingar á þessum tíma?
  11. Hvað bjó Nonni lengi í Pálshúsi og hvað er það hús kallað í dag?
  12. Af hverju er nafni Nonna haldið á lofti í ár og sérstaklega núna í nóvember?
  13. Hvernig var á Akureyri á tímum Nonna?
  14. Finnið mynd af Jóni Sveinssyni og límið á kartonið. (Til að klippa mynd á að hægri-smella á hana, velja afrita (copy) , fara síðan í Word-skjalið og velja þar líma (paste)). Skrifið texta með myndinni sem útskýrir efni hennar og límið hann neðan við myndina á kartonið.

Bjargir

breyta

Niðurstaða

breyta

Að loknu verkefninu ættuð þið að vera fróðari um ævi og stöf Jóns Sveinssonar.

Höf: Vala Tryggvadóttir, nemi í Kennaradeild HA, haustið '07. Samið fyrir þemadaga um Jón Sveinsson í Síðuskóla, Akureyri 14. og 15. nóvember 2007. Síðast uppfært 14. nóvember 2007.