Vefleiðangrar/Hljóðfæraflokkarnir
Kynning
breytaÍ þessum vefleiðangri er ætlunin að skoða hljóðfæri og kynnast hljóðfæraflokkunum sem þau tilheyra. Verkefnið er bæði hægt að vinna sem einstaklingsverkefni eða samvinnuverkefni þar sem tveir eða þrír vinna saman. Verkefnið er hugsað fyrir 9 til 10 ára nemendur.
Verkefni
breytaNemendur eiga að fara í könnunarleiðangur og kynna sér hljóðfæraflokkana og þau hljóðfæri sem þeim tilheyra. Allar upplýsingar er svo að finna undir liðnum bjargir en þar eru vefslóðir sem veita allar þær upplýsingar ætlast er til að nemendur kynni sér.
Bjargir
breyta• Um hljóðfæri á is.wikipedia.org
• Uppröðun hljóðfæra í sinfóníuhljómsveit. - Þessi síða er á ensku og hér er því pdf-skjal með þýðingu á hljóðfæraheitum yfir á íslensku.
• Uppröðun hljóðfæra í sinfóníuhljómsveit með hlustunardæmum - Þessi vefsíða er einnig á ensku styðjist því við pdf-skjalið með þýðingu á hljóðfæranöfnunum.
• Um sinfóníuhljómsveit á is.wikipedia.org
Ferli
breyta• Kynnið ykkur hvað hljóðfæraflokkarnir eru margir og skráið þá niður á blað og nefnið þrjú hljóðfæri úr hverjum flokki.
• Skoðið síðan hvernig hljóðfæraflokkunum er skipt í sinfóníuhljómsveit og teiknið útskýringamynd sem sýnir hvernig þeim er raðað upp.
• Veljið ykkur eitt hljóðfæri sem vekur áhuga ykkar eða þið gætuð hugsað ykkur að læra á. Semjið síðan stutta kynningu um hljóðfærið og kynnið það fyrir bekkjarfélögum ykkar.
Mat
breytaKennari metur síðan niðurstöður og gefur fyrir vinnusemi, framsetningu og frágang. Ef um samvinnuverkefni er að ræða þá er einnig gefið fyrir virkni nemenda innan hópsins og samvinnu. Nemendur geta síðan kannað þekkingu sína með því að taka krossapróf. Smellið hér til að taka krossapróf.
Niðurstaða
breytaEftir þennan vefleiðangur ættu nemendur að geta gert sér betur grein fyrir hvernig hljóðfærum er skipt upp í hljóðfæraflokka og hvernig þeim er raðað upp í stórri sinfóníuhljómsveit. Einnig ættu nemendur að vera mun upplýstari um einstök hljóðfæri og vonandi hefur þessi leiðangur vakið áhuga nemenda á hljóðfærum og jafnvel hvatt þá til að læra á eitthvert þeirra.
Höfundur
breytaHöfundur kennir upplýsingatækni og tónmennt í Lindaskóla.
Hér er svo vefleiðangur sem ég vann fyrir kennara í Ölduselsskóla um Hvali og hvalveiðar